Fiskeldi

Segir eldis­­lax í Vatns­­­dals­­á: „Það sést bara á honum“

Leigu­taki í Vatns­dals­á kveðst full­viss að 70 senti­metra hrygna sem veiddist á flugu í ánni í gær­kvöldi sé eldis­fiskur. Hyggst fara með hann til skoðunar hjá Fiski­stofu. Segir að um skemmdar­verk sé að ræða á náttúrunni.

Pétur Pétursson með laxinn. Hann hefur verið leigutaki í Vatnsdalsá í 23 ár. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Þetta er eldis­fiskur. Ég þekki þetta alveg og það fer ekkert á milli mála,“ segir Pétur Péturs­son, leigu­taki í Vatns­dals­á í Austur-Húna­vatns­sýslu, í sam­tali við Frétta­blaðið. Grunur leikur á að eldis­lax hafi veiðst í ánni í gær­kvöldi. Um er að ræða 70 senti­metra hrygnu sem veidd var á flugu en veiði­maðurinn gerði leigu­tökum í ánni við­vart vegna málsins. 

„Það sést bara á honum. Uggar, sporður og annað er krækl­ótt á fisknum,“ segir Pétur en hann er mættur til Reykja­víkur með fiskinn og hyggst fara með hann í Fiski­stofu á mánu­dag til skoðunar. Greint var frá veiði laxins í 200 mílum mbl.is fyrr í dag.

„Ég veit ekki alveg hvaðan hann kemur en ég held að þeir [inn­sk. blm. Fiski­stofa] séu með DNA-sýni og geti því borið saman.“ Fiskurinn hafi aug­ljós­lega þurft að ferðast langa leið, en hann veiddist í Hnausa­streng í Vatns­dals­á. Ekkert fisk­eldi er ná­lægt ánni og óttast Pétur að fleiri eldisfiskar gætu verið í ánni eða hafa veiðst án þess að til­kynnt hafi verið um það.

Pétur er viss í sinni sök. Uggarnir séu kræklóttir og ekki fari á milli mála að um eldislax sé að ræða. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

„Ég tel miklar líkur á því,“ segir hann og gefur lítið fyrir orð þeirra sem halda úti sjó­kvíum fyrir eldis­lax hér á landi. 

„Ef að þetta reynist rétt þá segir það okkur að mennirnir sem verja þetta eru bara að bulla. Þeir reyna að halda því fram að um sé að ræða 60 kíló­metra radíus sem fiskurinn fer ekki út fyrir. Þetta er náttúr­lega bara al­gjört kjaft­æði, eins mikið kjaft­æði og það getur verið.“ 

„Síðasta vígi villilaxins“

Pétur hefur verið leigu­taki í ánni í 23 ár og óttast hann nú hvaða þýðingu það kann að hafa fyrir villi­laxinn og ána fáist það stað­fest að um eldis­lax sé að ræða. 

„Þetta er eigin­lega síðasta vígið fyrir villi­laxinn. Ef við erum farnir að fá hann fyrir norðan er búið að höggva skarð í þann múr sem hefur verið byggður í kringum þetta. Í Vatns­dals­á hefur ekki verið sleppt seiði síðan 1998. Hún sér al­gjör­lega um sig sjálf og er sjálf­bær. Þetta er ein­fald­lega bara skemmdar­verk í náttúrunni ef svona fiskar fara af stað og nema land,“ segir Pétur að lokum.

Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Göt á sjókví hjá Arnarlaxi

Innlent

Ekki ljóst hvað olli götum á sjó­kví hjá Arnar­laxi

Innlent

„Erfða­breyting laxa­stofna gengur til baka“

Auglýsing

Nýjast

Tölva Hauks á heimleið: „Kannski eitt ljóð enn“

Ung­lingar léku sér á næfur­þunnum haf­ís við Ísa­fjörð

Skóladrengir veittust að kyrjandi frumbyggja

70 missa vinnuna fyrir árslok

Tunglið verður almyrkvað í nótt

Drottningin og prinsinn beltislaus undir stýri

Auglýsing