Worlds 2021, risa­­­stórt keppnis­­­mót í tölvu­­­­leiknum Leagu­e of Leg­ends, verður haldið á Ís­landi. Hefur raf­­­­í­­­­þrótta­­­­síðan Dot E­­­­sports eftir heimildar­­­­mönnum sínum að það fari fram hér en mótið er eitt það stærsta sinnar tegundar.

Í maí fór fram al­­­þjóð­­­legt mót í leiknum í Laugar­­­dals­­­höll sem þótti takast vel þrátt fyrir sam­komu­tak­­­markanir. Á­horf­endur voru ekki leyfðir á mótinu sem fór fram án þess að nokkur Co­vid-smit yrðu sam­­­kvæmt Riot Games, fram­­­leiðanda Leagu­e of Leg­ends og skipu­­­leggj­enda mótsins í maí. Fyrir­tækið stendur einnig fyrir Worlds 2021 mótinu.

Í sam­tali við Frétta­blaðið vildi Ólafur Hrafn Steinars­son, stjórnar­for­maður Raf­í­þrótta­sam­bands Ís­lands, ekki tjá sig um við­burði sem hugsan­lega gætu farið hér fram.

Til stóð að mótið færi fram í Kína en Riot Games á­kvað að færa það til Evrópu en hefur ekki gefið upp hvaða land varð fyrir valinu. Í svari við fyrir­spurn Dot E­sports sagði fyrir­tækið að greint yrði frá móts­stað síðar í vikunni.

„Ferða­tak­markanir og Co­vid-reglur eru orðnar ENN flóknari árið 2021 en þær voru 2020,“ segir John Need­ham, yfir­maður raf­í­þrótta á heims­vísu, hjá Riot Games. Móts­staðurinn var færður vegna upp­gangs Delta-af­brigðis Co­vid-19.