Yfir­völd í Norður-Kóreu vilja meina að Co­vid-19 far­aldurinn sem geisað hefur í landinu síðustu vikur og mánuði hafi borist til landsins með blöðrum sem sleppt var í Suður-Kóreu. Frétta­stofan AP greinir frá þessu og segir full­yrðinguna vera vafa­sama til­raun til að koma sök spennu ríkjanna á Suður-Kóreu.

Árum saman hafa að­gerða­sinnar í Suður-Kóreu sleppt blöðrum í von um að þær lendi í Norður-Kóreu. Þessar blöðrur eru fylltar af miðum sem gagn­rýna stjórn Norður-Kóreu og Kim Jong Un. Yfir­völd Norður-Kóreu hafa lýst yfir reiði sinni við yfir­völd í Suður-Kóreu að þessir að­gerða­sinnar séu ekki stoppaðir.

Heil­brigðis­yfir­völd víða um heim segja Co­vid-19 smitast með dropa­smitum á milli fólks sem er í nánu sam­neyti og ein­staklingar séu lík­legri til að smitast í illa loft­ræstum her­bergjum frekar en úti. Sér­stakt ráðu­neyti í Suður-Kóreu um sam­einingu ríkjanna segir engan mögu­leika á að Co­vid-19 hafi borist með þessari leið.

Spenna á milli ríkjanna hefur stig­magnast síðustu vikur og mánuði vegna til­raun Banda­ríkjanna til að fá Norður-Kóreu til þess að hætta til­raunum á kjarn­orku­vopnum.