Fé­lags­ráð­gjaf­a­fé­lag Ís­lands skor­ar á stjórn­völd að hafa mann­úð­ar­sjón­ar­mið í fyr­ir­rúm­i í á­kvörð­un­um hvað varð­ar mót­tök­u flótt­a­fólks og til þess að end­ur­met­a stöð­u þeirr­a 300 sem á að vísa úr land­i og skoð­a frek­ar hvort veit­a ætti þess­u fólk­i dval­ar­leyf­i á grund­vell­i mann­úð­ar­sjón­ar­mið­a.

„Það er mik­ið á­hyggj­u­efn­i að stór hóp­ur fólks eigi nú von á brott­vís­un, sér í lagi þeg­ar fjöld­i fólks hef­ur ver­ið hrak­inn á flótt­a í kjöl­far inn­rás­ar rúss­nesk­a hers­ins í Úkra­ín­u og stað­an í mörg­um Evróp­u­ríkj­um er þröng,“ seg­ir í á­lykt­un fé­lags­ins þar kall­að er eft­ir því að Ís­land legg­i sitt af mörk­um til þró­un­ar­sam­vinn­u, mann­úð­ar- og neyð­ar­að­stoð­ar, sem og mót­tök­u flótt­a­fólks.

Fé­lag­ið seg­ir það í hróp­and­i mót­sögn við þær mót­tök­ur sem flótt­a­fólk frá Úkra­ín­u hef­ur feng­ið að ís­lensk­a rík­ið ætli sér að stuðl­a að því að hrekj­a fleir­i á flótt­a um Evróp­u með því að vísa fjöld­a fólks úr land­i.

„Með því er ver­ið að auka á á­fall­a­streit­u, af­kom­u­ó­ör­ygg­i, heim­il­is­leys­i og hætt­u á að ein­staklingar verð­i fyr­ir of­beld­i,“ seg­ir að lok­um.

Mik­ið hef­ur ver­ið fjall­að um brott­vís­an­irn­ar síð­ust­u daga en fyr­ir helg­i var til­kynnt að vísa ætti 300 flótt­a­mönn­um úr land­i sem hafa jafn­vel dval­ið hér um lang­a hríð.