Fjórir þing­menn Mið­flokksins sem sátu á Klaustri bar að kvöldi 20. nóvember fara fram á að Bára Hall­dórs­dóttir, sem tók upp sam­tal þeirra og tveggja þing­manna Flokks fólksins, verði sektuð og að Per­sónu­vernd afli efnis úr eftir­lits­mynda­vélum á Klaustri um­rætt kvöld. 

Þetta kemur fram í bréfi sem Reimar Péturs­son, lög­maður þeirra Sig­mundar Davíðs Gunn­laugs­sonar, Önnu Kol­brúnar Árna­dóttur, Gunnars Braga Sveins­sonar og Berg­þórs Óla­sonar, hefur sent Per­sónu­vernd og frétta­stofa hefur af­rit af undir höndum. 

Í bréfinu kemur fram að þing­mennirnir vilji fá af­rit af mynd­efni úr eftir­lits­mynda­vélum fyrir utan Klaustur og hótelið Kvosina frá klukkan 18.30 til 01.00 að kvöldi 20. nóvember. Þing­mennirnir fjórir töluðu þar með niðrandi hætti um aðra þing­menn og fólk úr sam­fé­laginu öllu, einkum konur. 

Þá gera þing­mennirnir þá kröfu að Per­sónu­vernd leggi stjórn­valds­sekt á Báru enda sé „á­lagning stjórn­valds­sekta liður í virkri réttar­vernd fyrir ó­lög­mætum inn­gripum í frið­helgi einka­lífs“. 

Má því ætla að Per­sónu­vernd sé skylt að leggja þær á nema á­lagning þeirra teldist „ó­tví­rætt brot“ á rétti til tjáningar­frelsis skv. stjórnar­skrá,“ segir í bréfinu. 

Frá­sögn Báru telja þing­mennirnir vera ó­trú­verðuga og telja þeir ljóst að hún hafi gengið ein­beitt til að­gerða sinna og leiða að því líkur að um „sam­verknað“ sé að ræða. 

Í bréfinu kemur fram að Mið­flokks­menn telji að Bára hafi „tekið sér gervi er­lends ferða­manns“ til að villa um fyrir þing­mönnunum og forðast at­hygli þeirra. Hún hafi haft með sér bæklinga um innan­lands­ferðir og vin­sæla ferða­manna­staði með­ferðis og hún þóst lesa þá til að draga ekki að sér at­hygli. Hún hafi verið búin að „á­kveða gervi sitt áður en hún kom á staðinn“. 

Kröfu þing­mannanna vegna fyrir­hugaðrar mál­sóknar gegn Báru hefur verið vísað frá í Héraðs­dómi Reykja­víkur og nú síðast í Lands­rétti. Einnig hafa þeir sent inn erindi til Per­sónu­verndar vegna upp­tökunnar sem Bára sendi upp­haf­lega undir nafninu „Marvin“ á DV og Stundina.