Heilsu­hraustir drengir eru lík­legri til að leggjast inn á sjúkra­hús vegna sjald­gæfra auka­verkana af bólu­efni Pfizer en af völdum Co­vid-19 sam­kvæmt nýrri banda­rískri rann­sókn. Sam­kvæmt greiningu heilsu­fars­gagna drengja á aldrinum 12 til 15 ára, með enga undir­liggjandi sjúk­dóma, eru þeir fjórum til sex sinnum lík­legri til að greinast með hjarta­vöðva­bólgu tengd bólu­setningu en að enda á sjúkra­húsi með Co­vid á fjögurra mánaða tíma­bili.

Hér á landi er bólusetning hafin hjá 55 prósentum ungmenna á aldrinum 12 til 15 ára.

Flest þeirra barna sem fundu fyrir ein­kennum hjarta­vöðva­bólgu gerðu það innan nokkurra daga frá bólu­setningu með síðari skammt bólu­efnis Pfizer. Svipaðar auka­verkanir hafa einnig orðið eftir bólu­setningu með bólu­efni Moderna. Af þeim sem fundu fyrir hjarta­vöðva­bólgu þurftu 86 prósent að leita læknis­að­stoðar.

Þessar niður­stöður rétt­læta var­færni breskra yfir­valda gagn­vart bólu­setningum ung­menna segir Saul Faust, prófessor í ó­næmis­fræði barna og smit­sjúk­dómum við há­skólann í Sout­hampton, í samtali við Guardian. Hann tók ekki þátt í rann­sókninni.

Rann­sóknin var gerð við há­skólann í Kali­forníu en hefur ekki verið rit­rýnd. Dr. Tra­cy Hoeg og sam­stars­fólk hennar skoðuðu skað­leg við­brögð við bólu­setningum hjá banda­rískum börnum á aldrinum tólf til sau­tján ára á fyrstu sex mánuðum ársins. Sam­kvæmt vísinda­fólkinu er tíðni hjarta­vöðva­bólgu hjá drengjum 12 til 15 ára með enga undir­liggjandi sjúk­dóma 162,2 til­felli á hverja milljón. Hjá drengjum 16 til 17 ára er tíðnin 94 til­felli á hverja milljón. Fyrir stúlkur er tíðnin á hverjar milljón stúlkur 13,4 á aldurs­bilinu 12 til 15 og 13 á aldrinum 16 til 17.

Ungmenni bólusett í Laugardalshöll.
Fréttablaðið/Anton Brink

Til saman­burðar eru líkurnar á að heil­brigt ung­menni verið flutt á sjúkra­hús vegna Co­vid-smits á næstu 120 dögum 44 á móti milljón, miðað við nú­verandi smit­tölur vestan­hafs.

Lang flest til­felli hjarta­vöðva­bólgu greinast eftir seinni skammt bólu­efnis. Það gæti því dregið mjög úr tíðni slíkra auka­verkana að bólu­setja ung­menni að­eins einu sinni.

„Þrátt fyrir að hjarta­vöðva­bólga eftir bólu­setningar sé afar fá­tíð, getum við hugsan­lega breytt fyrsta eða seinni skammtinum eða blandað bólu­efnum öðru­vísi til að draga úr á­hættu, þegar við skiljum líf­eðlis­fræðina betur,“ segir Faust. „Á heildina litið, þá liggur okkur ekkert á að bólu­setja börn frá læknis­fræði­legu sjónar­miði, en ef skólar geta ekki haldið á­fram starf­semi fyrir stærstan hluta nem­enda gæti það breyst.“