Innlent

Segja á­stand Vestur­lands­vegar ó­á­sættan­legt

Bæjarstjórn Akraness segir ástand Vesturlandsvegar um Kjalarnes óásættanlegt og fer fram á að samgönguyfirvöld bregðist við og veiti aukna fjármuni til endurbóta á veginum.

Tvö alvarleg umferðarslys hafa orðið á veginum það sem af er ári. Fréttablaðið/Ernir

Bæjarstjórn Akraness segir ástand Vesturlandsvegar um Kjalarnes óásættanlegt og fer fram á að samgönguyfirvöld bregðist við og veiti aukna fjármuni til endurbóta á veginum. Ályktun þess efnis var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í gær en hún kemur í kjölfar banaslyss sem varð á veginum fyrr í þessum mánuði.

Í ályktuninni er tekið fram að þúsundir bíla fari daglega um veginn og að öryggi vegfarenda sé teflt í hættu ef ekkert verði að gert. Margsinnis hafi verið vakin athygli á nauðsyn þess að fjármunum verði veitt til endurbóta á veginum – án árangurs.

Þá skorar bæjarstjórnin á Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra að bregðast tafarlaust við brýnni framkvæmdaþörf og tryggja að í nýrri samgönguáætlun verði lokið við tvöföldun Vesturlandsvegar frá Hvalfjarðargöngum til Reykjavíkur innan þriggja ára. 

Alvarlegur tveggja bíla árekstur varð á veginum fyrr í mánuðinum, með þeim afleiðingum að ökumaður annarrar bifreiðarinnar lést og níu slösuðust. Í hinum bílnum var kona með sjö börn, og er eitt þeirra mikið slasað á gjörgæslu.

Einnig varð banaslys á veginum fyrr á árinu þar sem karlmaður á fertugsaldri lést þegar tveir bílar rákust saman. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Safna upp í bíl handa tíu barna móður eftir slys á Kjalarnesi

Innlent

Hinn látni karlmaður á fertugsaldri

Innlent

Einn látinn og níu slasaðir eftir harðan á­rekstur

Auglýsing

Nýjast

Ávarpar frönsku þjóðina annað kvöld

Ákærð fyrir að klippa hár nemanda með valdi

Þúsundir mótmæltu „Brexit-svikum“ og fasisma

Vísa á­­sökunum til föður­húsa: Yfir­gáfu „súra pulsu­partíið“ fljótt

Sækja slasaða göngukonu í Reykjadal

Vara við suð­austan­hríð og stormi á morgun

Auglýsing