Innlent

Segja á­stand Vestur­lands­vegar ó­á­sættan­legt

Bæjarstjórn Akraness segir ástand Vesturlandsvegar um Kjalarnes óásættanlegt og fer fram á að samgönguyfirvöld bregðist við og veiti aukna fjármuni til endurbóta á veginum.

Tvö alvarleg umferðarslys hafa orðið á veginum það sem af er ári. Fréttablaðið/Ernir

Bæjarstjórn Akraness segir ástand Vesturlandsvegar um Kjalarnes óásættanlegt og fer fram á að samgönguyfirvöld bregðist við og veiti aukna fjármuni til endurbóta á veginum. Ályktun þess efnis var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í gær en hún kemur í kjölfar banaslyss sem varð á veginum fyrr í þessum mánuði.

Í ályktuninni er tekið fram að þúsundir bíla fari daglega um veginn og að öryggi vegfarenda sé teflt í hættu ef ekkert verði að gert. Margsinnis hafi verið vakin athygli á nauðsyn þess að fjármunum verði veitt til endurbóta á veginum – án árangurs.

Þá skorar bæjarstjórnin á Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra að bregðast tafarlaust við brýnni framkvæmdaþörf og tryggja að í nýrri samgönguáætlun verði lokið við tvöföldun Vesturlandsvegar frá Hvalfjarðargöngum til Reykjavíkur innan þriggja ára. 

Alvarlegur tveggja bíla árekstur varð á veginum fyrr í mánuðinum, með þeim afleiðingum að ökumaður annarrar bifreiðarinnar lést og níu slösuðust. Í hinum bílnum var kona með sjö börn, og er eitt þeirra mikið slasað á gjörgæslu.

Einnig varð banaslys á veginum fyrr á árinu þar sem karlmaður á fertugsaldri lést þegar tveir bílar rákust saman. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Safna upp í bíl handa tíu barna móður eftir slys á Kjalarnesi

Innlent

Hinn látni karlmaður á fertugsaldri

Innlent

Einn látinn og níu slasaðir eftir harðan á­rekstur

Auglýsing

Nýjast

Innlent

Ferðamaður fékk rúmlega 216 þúsund króna sekt

Erlent

Segir ómannúðlegt að aðskilja börn og foreldra

Kólumbía

Iván Duque kjörinn forseti Kólumbíu

Innlent

Búið að opna yfir Kjöl

Innlent

Ofurölvi og velti bílnum í Ártúnsbrekku

Efnahagsmál

Íbúðafjárfesting er farin að taka við sér

Auglýsing