Verð hlutabréfa í lyfjafyrirtækinu Johnson & Johnson hefur hrunið í dag eftir að Reuters afhjúpaði að stjórnendum hafi í áratugi verið kunnugt um að leifar að asbesti væri að finna í púðurvörum fyrirtækisins.

Fyrirtækinu bíða þúsundir lögsókna á þeim grunni að púðurvörur fyrirtækisins séu krabbameinsvaldandi. Reuters fullyrðir að gögn sýni að stjórnendur hafi vitað af asbestinu allt frá árinu 1971.

Fyrirtækið hefur svarað frétt Reuters á þann hátt að um sturlaða samsæriskenningu sé að ræða. Fréttin sé beinlínis röng. Barnapúður fyrirtækisins innihaldi ekkert asbest, sem er mjög krabbameinsvaldandi efni.

Hvað sem því líður hafa hlutabréf í Johnson & Johnson fallið um 10 próesnt í dag.