Innlent

Segja árás á Shoot­ers ekki eins og henni er lýst í ákæru

Tveir menn sem eru sakaðir um annars vegar sérstaklega hættulega og hins vegar stórfellda líkamsárás á tvo dyraverði á skemmtistaðnum Shooters í sumar neita sök í öðrum ákærulið en játa í hinum. Málið var þingfest í héraðsdómi í dag.

Árásin átti sér stað aðfaranótt sunnudagsins 26. ágúst á skemmtistaðnum Shooters við Hverfisgötu. Fréttablaðið/Anton Brink

Mál tveggja karlmanna vegna líkamsárásar á dyraverði við skemmtistaðinn Shooters aðfaranótt sunnudagsins 26. ágúst var þingfest fyrir héraðsdómi í dag. Fyrst var greint frá á mbl.is

Mennirnir játa sök í öðrum ákærulið þar sem þeir eru sakaðir um sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa veitt öðrum dyraverðinum ítrekuð hnefahögg í andlit, höfuð, líkama, sparkað ítrekað í líkama hans, veitt honum þrjú hnéspörk í andlit auk þess sem hann togaði í manninn með þeim afleiðingum að hann komst ekki undan og hlaut mar á andliti.

Hinum ákæruliðnum var hafnað en þar eru þeir sakaðir um stórfellda líkamsárás, sem er alvarlegri. Sú árás snýr að þeim brotum sem leiddu til þess að annar dyravarðanna lamaðist fyrir neðan háls. Maðurinn neitar ekki að hafa veist að manninum en segir árásina ekki hafa verið með þeim hætti sem er lýst í ákærunni.

Í ákærunni segir að maðurinn hafi veist að dyraverðinum með ofbeldi, veitt honum hnefahögg í andlitið, elt hann og hrint honum niður stiga. Eftir fallið hélt hann ofbeldi sínu áfram með þeim afleiðingum að dyravörðurinn hlaut bólgu og mar á hægri augabrún, skrámu á hvirfli, margþætt brot á fimmta hálshryggjarlið, mænuáverka og meðfylgjandi lömun fyrir neðan háls.

Sjá einnig: Á­kærður fyrir tvær líkams­á­rásir vegna Shooters-árásar

Krefjast 125 milljóna í skaðabætur

Bótakröfurnar eru ólíkar fyrir ákæruliðina. Fyrir fyrri ákæruliðinn er krafan upp á 2,5 milljónir króna og fyrir þann seinni, sem ekki var gengist við og er talinn alvarlegri, er krafist 123 milljóna króna.

Aðalmeðferð í málinu hefst í janúar á næsta ári. Annar mannanna hefur verið í haldi frá því að árásin átti sér stað og var úrskurðaður til áframhaldandi gæsluvarðhalds til 14. desember í síðasta mánuði. Fram kom í gæsluvarðhaldsúrskurðinum að það þyki réttlætanlegt þegar litið er til eðli brotsins og almannahagsmuna að frelsi mannsins sé skert.

Sjá einnig: Fylgdist með manni í Armani-bol elta dyra­vörðinn uppi

Lá hreyfingarlaus neðst á tröppum

Tilkynning um árásina barst lögreglu klukkan rúmlega tvö aðfaranótt sunnudagsins 26. ágúst. Þegar hún kom á staðinn lá annar dyravörðurinn hreyfingarlaus neðst á tröppum við bakdyr skemmtistaðarins, og tókst honum að tjá lögreglu að hann gæti ekki hreyft sig. Hann gat ekki tjáð sig frekar og var fluttur á Landspítala þungt haldinn með alvarlegan mænuskaða og marinn í andliti. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Á­kærður fyrir tvær líkams­á­rásir vegna Shooters-árásar

Lögreglumál

Enn í haldi eftir árás á dyravörð

Dómsmál

Fylgdist með manni í Armani-bol elta dyra­vörðinn uppi

Auglýsing

Nýjast

Margar til­kynningar um verk­falls­brot

Vísindamenn varpa ljósi á tilurð Ryugu

Stoltir af nem­endum sem stóðu með Za­inab

Dómurinn leggur línur um heimildavernd blaðamanna

Minntust fórnar­lambanna í Utrecht

Björgunarsveitir hafa sinnt tugum verkefna

Auglýsing