Írski fjöl­miðillinn In­dependent.ie stað­hæfir í frétt sinni í dag að Jón Þröstur Jóns­son, sem hvarf spor­laust á Ír­landi í fyrra, hafi verið myrtur af öðrum Ís­lendingi eftir að Jón Þröstur hafi tapað pening sem hann fékk hjá manninum á póker­móti. Fjöl­miðillinn segir að manninn vera ís­lenskan glæpa­mann og að hann hafi myrt Jón fyrir slysni þetta kvöld í Dublin.

Vísir greindi fyrstur íslenskra miðla frá um­fjöllun írska fjöl­miðilsins í dag. Þar segir að maðurinn sem á að hafa myrt Jón sitji nú í fangelsi á Ís­landi. Karl Steinar Vals­son, yfir­lög­reglu­þjón hjá mið­lægri rann­sóknar­deild lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu, vill ekki stað­festa þessar upp­lýsingar við Frétta­blaðið.

„Ég get stað­fest að við höfum fengið ýmsar á­bendingar sem hafa verið skoðaðar og viðraðar við írsk yfir­völd sem stýra rann­sókn málsins. Meira get ég ekki sagt í bili,“ segir hann í skrif­legu svari til frétta­stofu.

Mynd úr öryggismyndavél í Dublin. Þarna sást síðast til Jóns.

Jón hvarf í febrúar í fyrra en síðast sást til hans í norður­hluta Dublin á gangi frá hóteli sínu. Hann dvaldi þar á­­samt kærustu sinni til að taka þátt í póker­­móti. Rann­­sókn málsins hafði lítið miðað á­­fram í langan tíma þangað til þessar nýju upp­­­lýsingar bárust til fjöl­­skyldu Jóns frá öðrum manni sem situr einnig í fangelsi á Ís­landi.

Í frétt In­­dependent segir að peningur mannsins, sem á að hafa banað Jóni, hafi átt að nota til að fjár­­magna aðra póker­­spilara. Jón hafi reynt að hætta að spila þegar hann fór að tapa pening en honum hafi verið meinað það og aðrir spilarar meira að segja beitt hann of­beldi.