Bandarískir fjölmiðlar fullyrða að fylgi Donald Trump innan repúblikanaflokksins fari minnkandi eftir að Trump neitaði að fordæma hegðun aðgerðasinna sem aðhyllast stefnu um yfirburði hvíta kynstofnsins (e. white supremacist).

Fyrstu kappræðurnar á milli Donald Trump og Joe Biden fóru fram aðfaranótt fimmtudags.Mikið stjórnleysi var ríkjandi í fyrstu kappræðunum fyrir kosningar en umræðustjórinn þurfti ítrekað að blanda sér inn í málin.

New York Times rýndi í orð Trumpog ræddi við aðila innan um repúblikana um ákvörðun Trump að fordæma ekki aðgerðir slíkra hópa.

Í kappræðunum var sótt að Trump og hann spurður hvers vegna hann hefði ekki fordæmt aðgerðir hópa sem aðhyllast stefnu um yfirburði hvíta kynstofnsins.

Aðspurður sagðist núverandi forseti Bandaríkjanna alltaf hafa talað gegn aðgerðum slíkra hópa og biðlaði til Proud Boys, hóps hægri sinnaðra manna sem hafa mælt með ofbeldi, að stíga til hliðar.

Meðal þeirra sem gagnrýndu Trump var fulltrúar repúblikana í Suður-Karólínu, Tim Scott. Sem eini svarti repúblikaninn í Öldungadeildinni sendi Scott frá sér tilkynningu þar sem hann sagði að stefnan um yfirburði hvítra ætti að vera hafnað við hvert tækifæri en að hans mati hafi Trump líklegast mismælt sig.

Trump geti enn leiðrrétt misskilninginn með því að stíga fram og leiðrétta orð sín en ef hann kjósi að standa við orð sín sé Trump að ýta undir þessa stefnu.

Mitch McConnell, annar fulltrúi repúblikana frá Kentucky, tók undir orð Scott og fordæmi orðanotkun Trump þegar hann var spurður út í aðgerðir hópanna. Aðrir fulltrúar repúblikana í Öldungadeildinni vildu ekki tjá sig um orðræðu Trump þegar NYT leitaði álits en flestir voru sammála um að Trump ætti að reyna að slíta sig frá þessum hópum með því að fordæma aðgerðir þeirra.