Stjórn Ferða­fé­lags Ís­lands segir að fljót­lega eftir að Anna Dóra Sæþórs­dóttir hafi tekið við sem for­seti fé­lagsins hafi farið að bera á ó­lýð­ræðis­legum vinnu­brögðum hennar.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá stjórn fé­lagsins til fé­laga. Eins og fram kom í gær til­kynnti Anna Dóra að hún hyggðist segja af sér for­mennsku í fé­laginu vegna stjórnar­hátta í fé­laginu og við­brögðum við mál sem varða meðal annars brot á siða­reglum og á­sakanir um á­reitni og gróft kyn­ferðis­legt of­beldi.

Í til­kynningu sinni til fé­lags­manna segir stjórn FÍ að starf­semi fé­lagsins hafi verið í miklum blóma undan­farin ár. Undan­farið ár hafi hins­vegar hvílt skuggi yfir starfi stjórnar fé­lagsins vegna al­var­legs sam­skipta­vanda milli for­seta og stjórnar­fólks annars vegar og for­seta og fram­kvæmda­stjóra hins vegar.

„Fram til þessa hefur stjórnin talið rétt að greina fé­lags­fólki ekki frá þessum vanda­málum í þeirri von að þau væri hægt að leysa með far­sælum hætti og með hags­muni fé­lagsins að leiðar­ljósi,“ segir í til­kynningunni til fé­lags­manna.

„Því miður er ljóst eftir til­kynningu Önnu Dóru Sæþórs­dóttur, um að hún segði af sér sem for­seti Ferða­fé­lags Ís­lands, að svo verður ekki. Stjórn Ferða­fé­lagsins telur rétt að bregðast við þessu með því að upp­lýsa fé­laga um að­draganda af­sagnar for­seta.“

Segir í til­kynningunni að ljóst var að Önnu Dóru hefði fylgt kraftur og á­hugi á að setja mark sitt á starf­semi fé­lagsins.

„Fljót­lega tók að bera á ó­lýð­ræðis­legum vinnu­brögðum for­seta og mikil­væg mál ekki borin undir stjórn eins og vera ber. Stærsti á­steytingar­steinninn var þegar for­seti vildi ein­hliða skipta út fram­kvæmda­stjóra okkar, Páli Guð­munds­syni, án þess að fyrir því lægju mál­efna­legar á­stæður og engin form­leg til­laga um slíkt hefði verið borin undir stjórn,“ segir í til­kynningunni.

Anna Dóra hafi án sam­ráðs á­kveðið að hefja við­ræður um starfs­lok við Pál án vitundar stjórnar. „Þegar stjórnin komst að því, og lýsti sig ó­sam­mála, urðu öll sam­skipti við for­seta mjög erfið. Í fram­haldi tók við tíma­bil þar sem fram­koma for­seta gagn­vart fram­kvæmda­stjóra gerði honum erfitt að sinna starfi sínu.“

Segir stjórnin að í byrjun júní, á háanna­tíma fé­lagsins, hafi stjórninni verið ljóst að ekki yrði búið við ó­breytt á­stand.

„Stjórn lagði því fram til­lögu við for­seta þar sem óskað var eftir því að hún héldi sig til hlés um stundar­sakir á meðan leitast væri við að leysa sam­skipta­vandann. For­seti hafnaði því líkt og til­lögu stjórnar um að leita til utan­að­komandi ráð­gjafa til að bæta sam­skiptin.“

Þá segir í til­kynningunni að á sama tíma hafi Páll lagt fram form­lega kvörtun vegna ein­eltis af hálfu Önnu Dóru og ný­upp­færðar verk­lags­reglur fé­lagsins í ein­eltis­málum því virkjaðar og leitað að­stoðar utan­að­komandi sér­fræðinga.

„Í kjöl­far þess barst stjórn tölvu­póstur frá for­seta með á­virðingum um að rekstur fé­lagsins væri í ó­lestri. Þessar full­yrðingar voru alveg á skjön við ræðu for­seta á aðal­fundi í mars sl. og árs­skýrslu stjórnar sem sam­þykkt var á sama fundi, en þar kom ein­mitt fram að rekstur fé­lagsins stæði ein­stak­lega vel.“

Þá segist stjórnin hafa allt árið leitað leiða til að leiða sam­skipta­vanda­mál við Önnu Dóru til lykta. „Okkur þykir miður að það tókst ekki. Stjórnin mun engu að síður halda á­fram að leita leiða til þess að tryggja frið um starf­semi fé­lagsins og verða þessi mál tekin til um­ræðu á næsta aðal­fundi þess.“

Til­kynning til fé­lags­manna í FÍ í heild sinni:

Kæri fé­lagi í Ferða­fé­lagi Ís­lands,
Starf­semi Ferða­fé­lags Ís­lands hefur verið í miklum blóma undan­farin ár, fé­lags­menn hafa aldrei verið fleiri, fé­lags­starfið öflugt og fjár­hagurinn sterkur. Undan­farið ár hefur hins vegar hvílt skuggi yfir starfi stjórnar fé­lagsins vegna al­var­legs sam­skipta­vanda á milli for­seta og stjórnar­fólks annars vegar og for­seta og fram­kvæmda­stjóra hins vegar.
Fram til þessa hefur stjórnin talið rétt að greina fé­lags­fólki ekki frá þessum vanda­málum í þeirri von að þau væri hægt að leysa með far­sælum hætti og með hags­muni fé­lagsins að leiðar­ljósi. Því miður er ljóst eftir til­kynningu Önnu Dóru Sæþórs­dóttur, um að hún segði af sér sem for­seti Ferða­fé­lags Ís­lands, að svo verður ekki. Stjórn Ferða­fé­lagsins telur rétt að bregðast við þessu með því að upp­lýsa fé­laga um að­draganda af­sagnar for­seta.
Í kjöl­far þess að Anna Dóra var kosin for­seti var ljóst að henni fylgdi kraftur og á­hugi á að setja mark sitt á starf­semi fé­lagsins. Naut hún í upp­hafi stuðnings og trausts allra í stjórn. Meðal annars var ráðist í stefnu­mótunar­vinnu fyrir Ferða­fé­lag Ís­lands til næstu fimm ára, verk­lags­reglur um góða stjórnar­hætti endur­bættar og verk­ferlar er snerta ein­elti, kyn­ferðis­lega eða kyn­bundna á­reitni og of­beldi upp­færðir.
Fljót­lega tók að bera á ó­lýð­ræðis­legum vinnu­brögðum for­seta og mikil­væg mál ekki borin undir stjórn eins og vera ber. Stærsti á­steytingar­steinninn var þegar for­seti vildi ein­hliða skipta út fram­kvæmda­stjóra okkar, Páli Guð­munds­syni, án þess að fyrir því lægju mál­efna­legar á­stæður og engin form­leg til­laga um slíkt hefði verið borin undir stjórn. Án sam­ráðs á­kvað for­seti engu að síður að hefja við­ræður um starfs­lok við fram­kvæmda­stjórann og það án vitundar stjórnar. Þegar stjórnin komst að því, og lýsti sig ó­sam­mála, urðu öll sam­skipti við for­seta mjög erfið. Í fram­haldi tók við tíma­bil þar sem fram­koma for­seta gagn­vart fram­kvæmda­stjóra gerði honum erfitt að sinna starfi sínu.
Í byrjun júní sl., á háanna­tíma fé­lagsins, varð stjórn ljóst að ekki yrði búið við ó­breytt á­stand, enda hags­munir fé­lagsins í húfi. Stjórn lagði því fram til­lögu við for­seta þar sem óskað var eftir því að hún héldi sig til hlés um stundar­sakir á meðan leitast væri við að leysa sam­skipta­vandann. For­seti hafnaði því líkt og til­lögu stjórnar um að leita til utan­að­komandi ráð­gjafa til að bæta sam­skiptin.
Á sama tíma hafði fram­kvæmda­stjóri lagt fram form­lega kvörtun vegna ein­eltis af hálfu for­seta og voru ný­upp­færðar verk­lags­reglur Ferða­fé­lagsins í ein­eltis­málum því virkjaðar og leitað að­stoðar utan­að­komandi sér­fræðinga. Í kjöl­far þess barst stjórn tölvu­póstur frá for­seta með á­virðingum um að rekstur fé­lagsins væri í ó­lestri. Þessar full­yrðingar voru alveg á skjön við ræðu for­seta á aðal­fundi í mars sl. og árs­skýrslu stjórnar sem sam­þykkt var á sama fundi, en þar kom ein­mitt fram að rekstur fé­lagsins stæði ein­stak­lega vel. Til þess að bregðast við þessum at­huga­semdum for­seta á­kvað stjórn að fá álit endur­skoðanda sem stað­festi að reksturinn væri traustur og fjár­hags­staða sterk og þau gögn lögð fyrir á stjórnar­fundi þann 28. júní sl.
For­seti kom einnig með at­huga­semdir við það hvernig haldið hefði verið á málum sem upp hafa komið innan fé­lagsins í sam­skiptum ein­stak­linga, og varða m.a. kyn­ferðis­legar á­reitni. Gagn­rýndi hún ýmist að fram­kvæmda­stjóri hefði eytt of miklum tíma í að sinna þeim málum eða að of lítið væri gert. Á sama stjórnar­fundi var því lögð fram greinar­gerð um hvernig tekið hefði verið á slíkum málum hjá fé­laginu undan­farin fimm ár. Þar kom m.a. fram:

„Alls hafa komið upp sex mál á sl. fimm árum hjá Ferða­fé­lagi Ís­lands sem varða kyn­ferðis­lega á­reitni, kyn­bundið of­beldi eða ein­elti. Öllum málunum er lokið nema eitt er í skoðun hjá fag­legum utan­að­komandi aðila. Málin voru ýmist leyst með sátt á milli aðila, af­sögn, skrif­legri á­minningu, til­tali og til­færslu í starfi eða sam­starfi var hætt eða það ekki endur­nýjað. Af þessum sex málum voru fjögur á vett­vangi fé­lagsins og tvö utan starf­semi fé­lagsins.
Ferða­fé­lag Ís­lands er með við­bragðs­á­ætlun vegna á­reitis­mála og er hún hluti af stjórn­kerfi fé­lagsins og er virkjuð ef mál eru til­kynnt til fé­lagsins.“

Allt þetta ár hefur stjórn Ferða­fé­lagsins leitað allra leiða til að leiða þessi sam­skipta­mál við for­seta til lykta með far­sælum hætti fyrir fé­lagið. Okkur þykir miður að það tókst ekki. Stjórnin mun engu að síður halda á­fram að leita leiða til þess að tryggja frið um starf­semi fé­lagsins og verða þessi mál tekin til um­ræðu á næsta aðal­fundi þess.
Í stóru fé­lagi eins og FÍ geta komið upp ýmis á­lita­mál í sam­skiptum ein­stak­linga og í þeim til­vikum sem borist hafa kvartanir hefur verið tekist á við þær með fag­legum hætti og í sam­ræmi við við­bragðs­á­ætlun.

Stjórn Ferða­fé­lags Ís­lands er skipuð fjöl­breyttum hópi sjálf­boða­liða úr ó­líkum áttum, bæði konum og körlum. Það er ósk okkar að blóm­leg starf­semi FÍ fái á­fram að vaxa og dafna með sam­einuðum kröftum okkar allra.

Virðingar­fyllst
Reykja­vík, 28. septem­ber 2022.

Fyrir hönd stjórnar Ferða­fé­lags Ís­lands,
Sig­rún Val­bergs­dóttir for­seti