Samkvæmt heimildum ITV braut Boris Johnson sóttvarnarreglur bresku ríkisstjórnarinnar í júní 2020 þegar hann hélt um þrjátíu manna afmælisveislu þrátt fyrir að hafa lagt blátt bann við samkomum innandyra.

Í fréttinni kemur fram að eiginkona Borisar, Carrie Johnson, hafi skipulagt samkomuna sem átti sér stað þann 19. júní á 56 ára afmælisdegi breska forsætisráðherrans.

Samkoman hafi staðið yfir í 20-30 mínútur og var boðið upp á léttar veitingar.

Samkvæmið átti sér stað níu dögum eftir að Boris hélt ávarp til bresku þjóðarinnar þar sem hann biðlaði til fólks að virða nýjustu samkomutakmarkanir ríkisstjórnarinnar.

Talsmaður bresku ríkisstjórnarinnar, staðfesti að Boris hefði verið viðstaddur í tíu mínútur þennan dag en að aðeins nánustu fjölskyldumeðlimir hafi verið viðstaddir.

Það er ekki í samræmi við upplýsingar ITV sem fullyrða að ein þeirra sem fengu boð um að koma í samkvæmið var innanhúshönnuðurinn Lulu Lytle sem er að endurinnrétta íbúð Borisar í Downingstræti tíu.