Erlent

Segist vinna meira en allir forverar hans

Donald Trump Bandaríkjaforseti ver stærstum hluta vinnudagsins út af fyrir sig, samkvæmt vinnuskýrslu sem lekið hefur úr Hvíta húsinu.

Trump á ekki sjö dagana sæla. Fréttablaðið/AP

Í raun og veru vinn ég sennilega meira en nokkur forseti í sögunni.“ Þetta er á meðal þess sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt á Facebook eftir að vinnuskýrslu hans var lekið í fjölmiðla. Í henni sést að Trump ver allt að 60% tímans út af fyrir sig.

Trump sagði á Twitter að fjölmiðlar hefðu komist yfir tímaskýrsluna hans en það væri létt verk. Þeir hefðu hins vegar átt að fjalla um hana á jákvæðan hátt, en ekki neikvæðan. Þegar ég er út af fyrir mig (e. executive time) er ég venjulega að vinna en ekki slaka á,“ skrifaði Trump á Twitter.

Fjölmiðlar hafa aðra sögu að segja. Frá því í nóvember hefur hann varið meirihluta tímans út af fyrir sig, eða 297 klukkustundir af þeim 503 sem skráðar eru í skýrsluna. Hann varði 77 af þessum stundum til fundahalda. Fjölmiðlar hafa greint frá því að hann verji stærstum tíma sínum í að horfa á sjónvarpið, nota Twitter og hringja í menn sem hann vill ekki að neinn viti að hann hefur haft samband við.

Trump segist hafa tekið við slæmu búi, þegar hann varð forseti. Allt hafi verið í rugli. Hann nefnir hernaðarleg umsvif, „endalaus stríð“, yfirvofandi stríðsátök við Norður-Kóreu, of háa skatta, of margar reglugerðir, landamæravanda, innflytjendavanda og vandamál í heilbrigðiskerfinu. „Ég hafði engra annarra kosta völ en að vinna mikið.“

Fram kemur í vinnuskýrslunni að Trump vakni iðulega snemma, eða klukkan sex á morgnanna, en hafi sjaldnast neitt fyrir stafni fyrr en klukkan ellefu fyrir hádegi.

Lekinn er talinn vandræðalegur fyrir Trump og í Hvíta húsinu er nú leitað logandi ljósi að þeim sem er ábyrgur fyrir honum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Írland

Írar á­hyggju­fullir: Brexit án samnings yrði „brjál­æði“

Erlent

„Ekki mitt val að verða for­­síðu­­stúlka fyrir Íslamska ríkið“

Erlent

Hætta vegna gyðinga­and­úðar Cor­byn og Brexit

Auglýsing

Nýjast

Kaldur vindur í dag og stormur í nótt

Munu sækja tjón sitt vegna friðunar

Heilsugæslan ekki nútímafólki bjóðandi

Segir að ekki þurfi að velja milli hagsmuna ólíkra félaga

Hafna uppbyggingu á Granda

Fyrri frið­lýsingin nauð­syn­leg til að ná fram sátt

Auglýsing