Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, þingmaður og for­maður Mið­flokksins, segir skorta pólitíska for­ystu í sam­göngu­málum hér á landi. Mála­flokkurinn hafi verið við­varandi ó­vissa ár eftir ár.

„Og hætti ég að telja þegar sam­göngu­ráð­herra sem nú er inn­viða­ráð­herra hafi skipt um skoðun sex sinnum um veg­gjöld.“

Þetta kom fram í stefnu­ræðu Sig­mundar Davíðs á flokks­ráðs­fundi á Egils­stöðum í dag, en þar fór hann meðal annars yfir þau mál­efni sem hafa verið efst á baugi í stjórn­málum undan­farnar vikur og mánuði.

Þegar kemur að mál­efnum hælis­leit­enda sagði Sig­mundur Davíð þing­menn flokksins hafa fengið bágt fyrir, og jafn­vel á­sakanir um for­dóma, vegna við­varana þeirra við nú­verandi fyrir­komu­lagi.

„Það hefur svo komið á daginn að ráð­herrar ríkis­stjórnarinnar hafa nánast farið að endur­flytja ræður Mið­flokks­manna frá liðnum árum um það að á­standið sé orðið stjórn­laust og það sé af­leiðing af stefnu stjórn­valda,“ sagði Sig­mundur Davíð. Þá hafi þing­flokkur Mið­flokksins varað við því að sam­þykkja þriðja orku­pakkann, en nú sé farið að gæta af­leiðinga af honum og þá sér­stak­lega er­lendis.

„Nú gera menn ráð fyrir því að brjóta upp orku­markaðinn og mun það ó­hjá­kvæmi­lega þýða að þriðji orku­pakkinn komi inn í dæmið og að ríkið verði ekki lengur í stöðu til þess að bjóða upp á orku á eins hag­kvæmu verði eins og við Ís­lendingar höfum notið og hefur nýst til orku­upp­byggingar hér á landi,“ sagði Sig­mundur Davíð.

Þá vék Sig­mundur Davíð að heil­brigðis­málum og mál­efnum Land­spítalans í ræðu sinni.

„Neyðar­á­stand á Land­spítalanum hefur verið síðustu ár, aukið hefur verið í­trekað við fjár­magnið en á­standið leysist ekki. Þrátt fyrir að stjórn­völd við­haldi þeirri stefnu að þjappa saman heil­brigðis­kerfi landsins við Hring­braut, þar sem allt á að vera, og van­rækja um leið heil­brigðis­þjónustu landið um kring,“ sagði Sig­mundur Davíð.

„Vöxtur báknsins heldur á­fram. Ekki bara reglu­verkið, heldur líka um­fang ríkis­sjóðs og þar af leiðandi þörfin fyrir að skatt­leggja allan al­menning. Ríkið hefur aldrei verið eins um­svifa­mikið,“ sagði Sig­mundur Davíð, sem telur sam­fé­lagið þurfa meiri pólitík.

„Við erum til­búin að rök­styðja það sem við höfum trú á fremur en að reyna að komast í gegnum hvern dag án þess að gera neitt sem gæti orðið um­deilt,“ sagði Sig­mundur Davíð.