Yfirvöldum í Chicago í Bandaríkjunum fengu í dag afhentar myndbandsupptökur sem eru sagðar sýna kynferðisbrot söngvarans R Kelly, en upptökurnar voru í eigu aðstoðarmanns á hjúkrunarheimili, Gary Dennis, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. Söngvarinn hefur ítrekað verið sakaður um kynferðisofbeldi og um að hneppa konur í kynlífsánauð.

Dennis segist hafa verið að þrífa húsið sitt þegar hann rakst á kassa af gömlum spólum heima hjá sér. Hann hélt að um væri að ræða spólur með gömlum tónleikum söngvarans en allt kom fyrir ekki. Hann segist ekki heldur viss hvernig hann fékk umræddar spólur til sinna yfirráða en segist halda að þær hafi mögulega komið frá vini.

„Mér til mikillar undrunar, að þá var R Kelly á myndböndunum en ekki á tónleikum. Þess í stað var hann að kynferðislega misnota ungar amerískar konur af afrískum uppruna. Mér fannst þetta ógeðslegt og hræðilegt,“ segir Dennis en hann segist gera ráð fyrir því að stelpurnar hafi verið undir lögaldri því þær hafi ekki virst kynþroska. 

Lögfræðingur mannsins, gloria Allred, segist ekki geta sagt með fullri vissu að um sé að ræða R Kelly og lögfræðingur söngvarans, Steve Greenberg, þvertekur fyrir að um sé að ræða söngvarann.  „Þetta er ekki hann,“ segir Greenberg og segir jafnframt að yfirvöld eigi frekar að skoða hvers vegna „manneskjur hafi yfir að ráða barnaklámi.“

Viðtal sjónvarpskonunnar Gayle King við söngvarann nú á dögunum vakti heimsathygli en söngvarinn missti sig við tilefnið og öskraði á hana og myndavélina að málið snerist ekki um tónlistina hans, heldur börnin hans.