For­maður Sjálf­stæðis­félagsins í Kópa­vogi, Unnur Berg­lind Frið­riks­dóttir, segir síðustu daga hafa verið erfiða og gagn­rýnir vinnu­brögð af hálfu starfs­fólks eins fram­bjóðanda til formanns flokksins og starfs­fólks Val­hallar. Það gerir hún í færslu á Face­book-síðu sinni en miðað við það að hún segist styðja Guð­laug Þór má ætla að gagn­rýni hennar beinist að stuðnings­fólki Bjarna Bene­dikts­sonar, en hún nefnir hann þó aldrei á nafn.

Unnur Berg­lind segir að starfs­fólk þessa fram­bjóðanda og Val­hallar virðist henni sem strengja­brúður fram­bjóðandans og að hún hafi fengið „hótunar­sím­töl“ frá mönnum, þar af einum sem hún segir haf farið langt út fyrir sitt um­boð.

„Ég var boðuð í yfir­heyrslur í bak­her­bergi í Val­höll í fyrra­kvöld fyrir nefnd sem á­gætur (eða ekki) þekktur lög­maður er í for­svari. Þar var talað niður til mín og ég lítils­virt. Það var farið með mig eins og saka­menn í saka­máli þá er ég að vísa einnig í í­trekuð yfir­heyrslu­sím­töl. Sakar­efnið er ekki alveg á hreinu því það er ekki verið að saka mig beint um neitt,“ segir Unnur Berg­lind í færslu á Face­book-síðu sinni.

Allir fengu sæti sem skiluðu á réttum tíma

Hún segir að hún hafi, sem for­maður skilað inn listum full­trúa sem ætli sér á lands­fundinn og að allir sem óskuðu eftir sæti, innan tíma­marka, hafi fengið sæti.

„En samt á ég að hafa gert eitt­hvað af mér ....en samt ekki.... og farið með mig eins og saka­mann af því að stuðnings­menn annars fram­bjóðandans eru að fara af taugum yfir því að nú hefur Guð­laugur Þór á­kveðið að bjóða sig fram. Erum við ekki flokkur lýð­ræðisins ? Er þetta Rúss­land á tímum kalda stríðsins? Hótanir eins og að fram­boð Guð­laugs Þór kljúfi flokkinn, valdi stjórnar­slitum og allt fari í kaldan kol,“ spyr Berg­lind í færslunni og gagn­rýnir það sem hún kallar „árás á gras­rót flokksins“.

„Því verð ég að segja að þrátt fyrir að hafa verið búin að ein­setja mér að taka ekki opin­bera af­stöðu þá gerði ég það hér með. Ég get ekki annað – það sem ég hef upp­lifað síðustu daga er svo miklu verra en kosninga­slagur á milli aðila,“ segir Unnur Berglind og að hún ætli sér að kjósa Guð­laug.

Færslan er hér að neðan.