Björn Leifs­son, eða Bjössi í World Class, hyggst á­fram halda líkams­ræktar­stöðvum sínum opnum fyrir skipu­lagða hópa­tíma, líkt og leyfi­legt er sam­kvæmt nýrri reglu­gerð heil­brigðis­ráðu­neytisins. Þetta stað­festir hann við Frétta­blaðið.

Bjössi fetar því ekki í fót­spor kollega síns í Sport­húsinu í Kópa­vogi, Þrastar Jóns Sigurðs­sonar, sem til­kynnti í gær að hann hafi á­kveðið að loka sinni stöð eftir að hafa haft opið fyrir skipu­lagða hópa­tíma.

Líkt og fram hefur komið á­kvað ráðu­neytið að heimila tak­markaða opnun líkams­ræktar­stöðva, þar sem hóp­tímar með tak­mörkunum eru leyfðir, þvert á beiðni Þór­ólfs Guðna­sonar, sótt­varna­læknis.

Sagði Þröstur í gær að hann hefði fundið fyrir mikilli og al­mennri ó­á­nægju með á­kvörðun Sport­hússins um að nýta sér heimildina í reglu­gerð ráð­herra. Tók lokunin gildi frá og með deginum í dag og baðst Þröstur af­sökunar á þeim ó­þægindum sem „þetta hringl hefur valdið.“

Gætt að öllum sótt­vörnum

Frétta­blaðið náði ekki tali af Bjössa í dag. Í smá­skila­boðum stað­festi hann hins­vegar að World Class muni halda á­fram að hafa opið, líkt og lög leyfi.

„Við förum að lögum varðandi opnunina og gætum að því að upp­fylla sótt­varnir,“ skrifar Björn. Hann segir að sam­kvæmt því sem hann hafi heyrt hafi lítið verið að gera í Sport­húsinu.

Greint var frá því í há­degis­fréttum Ríkisútvarpsins í gær að smitaður ein­stak­lingur hefði sótt hóp­tíma í líkams­ræktar­stöð á Akra­nesi í gær. Þurftu allir sem mættu í tímann að fara í sótt­kví. Björn segir að þar hafi verið um að ræða cross­fit stöð en ekki líkams­ræktar­stöð.

Sam­kvæmt heimildum Frétta­blaðsins falla þó ein­hverjir tímar niður á líkams­ræktar­stöðvum World Class. Er það vegna þess að hluti starfs­manna treystir sér ekki til að mæta í vinnuna eins og staðan er. Í svari til blaðsins segir Bjössi að tímar fari fram úti á landi líka, þar sé einnig gætt að sótt­vörnum.