Þor­steinn V. Einars­son, þátta­stjórnandi hlað­varpsins Karl­mennskunar og kynjafræðingur segist ekki vera launa­hæsti á­hrifa­valdurinn á Ís­landi eins og kom fram í Tekju­blaðinu. Hann segir það mikil­vægt að vera heiðar­legur og leið­rétta þennan mis­skilning.

„Ef­laust hafa ein­hver séð frétta­flutning af launum hinna og þessa. Og mögu­lega rekist á um­fjöllun að skv. á­lagningar­skrá er ég sagður vera með um 1,3 m. kr à mánuði. Mikið vildi ég að það væri raunin en mér finnst réttast að benda ykkur alla­vega á hið rétta. Launin mín voru um 700 þus kr 2021. Laun sem koma til vegna fyrir­lestra, sam­starfs og ráð­gjafar í jafn­réttis­málum,“ skrifaði Þor­steinn á Face­book.

Hann segir að á­stæðan fyrir mis­muninum sé að allur rekstur sem tengist hlað­varpinu Karl­mennskan, líkt og kaup á búnaði, aug­lýsingar og leiga er á­ætlað sem laun, þegar þetta sé í raun kostnaður.

„Þetta hljómar eins og lyga­saga, en á­stæða þess að launin eru sögð mun hærri en þau eru í raun er vegna þess að endur­skoðandinn gleymdi að skila skatt­fram­talinu mínu,“ skrifar Þor­steinn.

Skjáskot af launaseðli Þorsteins í október.
Skjáskot/Facebook

Hann lætur skjá­skot að launa­seðlinum sínum frá því í októ­ber fylgja með í færslunni.

„Þá vitiði það, en ég væri svo­sum alveg til í að vera með rúma milljón á mánuði. Mér finnst hins vegar mikil­vægt að vera heiðar­legur og leið­rétta mis­skilninginn,“ skrifar Þor­steinn.