Sól­veig Anna Jóns­dóttir for­maður Eflingar hefur svarað þeim á­sökunum sem Agnieszka Ewa Ziólkowska, vara­for­maður Eflingar sakaði hana um í færslu á Face­book síðu sinni í dag.

„Fram­ferði vara­for­manns Eflingar í gær og í dag vegna boðunar á fé­lags­fundi hjá Eflingu er fyrir neðan allar hellur,“ segir Sól­veig og heldur því fram að Agni­eszka hafi reynt að fá starfs­mann fé­lagsins sem hefur enginn fé­lags­leg völd til þess að boða fé­lags­fund, „ein­fald­lega af því að hún skipaði honum að gera það.“

„Með þessu gerði vara­for­maður til­raun til að þvinga fram ó­lög­legt fundar­boð en sam­kvæmt lögum fé­lagsins er það stjórnar að boða fé­lags­fund,“ segir Sól­veig og heldur á­fram, “Að vara­for­maður hafi svo yfir­borðs­kennda þekkingu á lögum fé­lagsins að hún skilji ekki og/eða þekki ekki hvar á­byrgð á boðun funda liggur er til skammar.“

Sól­veig segist taka stöðu sinni sem for­maður al­var­lega og að hún muni ekki taka þátt í því að brjóta lög fé­lagsins.

„Stjórn kemur saman og á­kveður dag­setningu fé­lags­fundar sem svo er aug­lýstur með réttum hætti sam­kvæmt lögum fé­lagsins.“

Færsluna má sjá hér fyrir neðan.