Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur svarað þeim ásökunum sem Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður Eflingar sakaði hana um í færslu á Facebook síðu sinni í dag.
„Framferði varaformanns Eflingar í gær og í dag vegna boðunar á félagsfundi hjá Eflingu er fyrir neðan allar hellur,“ segir Sólveig og heldur því fram að Agnieszka hafi reynt að fá starfsmann félagsins sem hefur enginn félagsleg völd til þess að boða félagsfund, „einfaldlega af því að hún skipaði honum að gera það.“
„Með þessu gerði varaformaður tilraun til að þvinga fram ólöglegt fundarboð en samkvæmt lögum félagsins er það stjórnar að boða félagsfund,“ segir Sólveig og heldur áfram, “Að varaformaður hafi svo yfirborðskennda þekkingu á lögum félagsins að hún skilji ekki og/eða þekki ekki hvar ábyrgð á boðun funda liggur er til skammar.“
Sólveig segist taka stöðu sinni sem formaður alvarlega og að hún muni ekki taka þátt í því að brjóta lög félagsins.
„Stjórn kemur saman og ákveður dagsetningu félagsfundar sem svo er auglýstur með réttum hætti samkvæmt lögum félagsins.“
Færsluna má sjá hér fyrir neðan.