Innlent

Segist ekki hafa átt frum­kvæði að fundi með Mið­flokknum

​Ólafur Ísleifsson, nú óháður þingmaður, hafnar fullyrðingum Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, að hann og Karl Gauti Hjaltason, sem nýverið var vikið úr flokknum, hafi haft frumvæði að hittingi þeirra og fjögurra þingmanna Miðflokksins.

Ólafur Ísleifsson kannast ekki við að hann og Karl Gauti hafi óskað eftir fundi með Miðflokknum vegna áhuga á flokksskiptum. Fréttablaðið/Ernir

Ólafur Ísleifsson, nú óháður þingmaður, hafnar fullyrðingum Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, að hann og Karl Gauti Hjaltason, sem nýverið var vikið úr flokknum, hafi haft frumvæði að hittingi þeirra og fjögurra þingmanna Miðflokksins.

„Ég kannast ekki við að hafa haft frumkvæði að þessum fundi og ég get sagt að það gerði Karl Gauti ekki heldur,“ segir Ólafur í samtali við Fréttablaðið. Inga sagði í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 að Ólafur og Karl Gauti hafi óskað eftir fundinum við Sigmund Davíð vegna áhuga þeirra á að ganga til liðs við Miðflokkinn. Það hefur Inga eftir Sigmundi.

Sjá einnig: Inga: Sýnir það ekki bara þeirra trú­verðug­leika?

Ólafur segir að ýmsar ástæður hafi orðið til þess að hann og Karl Gauti enduðu með þingmönnum Miðflokksins kvöldið örlagaríka á Klaustri en vill ekkert rekja það neitt frekar. Ástæðan sé þó ekki áhugi þeirra á flokksskiptum.

„Það er alvanalegt að það sé verið að segja við menn úr ýmsum flokkum: „Heyrðu, þið ættuð nú að vera með okkur“,“ segir Ólafur og bætir við að hann hafi sjálfur setið með þingmönnum annarra flokka áður, til að mynda á Klaustri, til að ræða hin ýmsu mál.

Honum og Karli Gauta var báðum vikið úr flokknum eftir að upp komst um þátttöku þeirra í samræðunum á Klaustri. Þeir hyggjast sitja áfram sem óháðir þingmenn. „Það hefur alla tíð verið mikið og gott samstarf á milli okkar [Karls] Gauta,“ segir hann að lokum og bætir við að því muni þeir halda áfram.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Á­kvörðun um Kapla­krikaknatt­hús í hendur Guð­mundar

Innlent

Orku­mála­stjóri um Kona fer í stríð: „Fólk sem hatar raf­magn“

Innlent

Arn­þrúður: Reynir þarf að þola um­ræðuna

Auglýsing

Nýjast

Há­marks­greiðslur í fæðingar­or­lofi hækka

Póstberi kærir eftir að hundur beit hann í magann

Tveir á slysa­deild eftir bíl­slys á Suður­lands­vegi

Kona fer í stríð keppir ekki um Óskarinn

„Vilja hrein­lega henda snörunni fram af Al­þingis­húsinu“

Skandinavískir há­skóla­nemar myrtir í Marokkó

Auglýsing