Kol­brún Baldurs­dóttir, odd­viti Flokks fólksins, segir vel­ferðar­málin, frekar en borgar­línu og sam­göngu­sátt­mála skipta flokkinn máli í mögu­legu meiri­hluta­sam­starfi.

Þór­dís Lóa Þór­halls­dóttir, odd­viti Við­reisnar, sagði í gær Flokk fólksins auk Sjálf­stæðis­flokksins hafa verið ó­skýran í af­stöðu sinni gagn­vart sam­göngu­sátt­málanum og borgar­línu. Því hafi flokkurinn ákveðið að skora á Framsóknarmenn að koma til formlegra meirihlutaviðræðna við bandalag flokksins með Samfylkingu og Pírötum, án hinna flokkanna tveggja.

Varð að segja nei

„Hún túlkar hlutina kannski svo­lítið eftir hentug­leika, ég ætla ekki að svara henni, það er ekki til neins,“ segir Kol­brún, að­spurð að því hvort að flokkurinn hafi verið ó­skýr í af­stöðu sinni í sam­göngu­málum.

„Þegar við fengum já og nei spurningu á RÚV um borgar­línu þá hafði ég engra annarra kosta völ en að segja bara nei, því þú máttir ekki út­skýra neitt. Við höfum hins­vegar hvergi og hvergi verið haft eftir mér að ég sé al­gjör­lega á móti borgar­línu,“ segir Kol­brún um málið.

„Ég hef aldrei tjáð mig með svo af­gerandi hætti. Ég er hins­vegar með allt önnur for­gangs­mál og sagt að það sé erfitt að sjá á eftir svona miklu fjár­magni í svona stórt verk­efni á meðan fólk hefur ekki þak yfir höfuðið,“ segir Kol­brún.

Hún segir borgar­línu ekki bar­áttu­mál Flokks fólksins. „Við viljum Sunda­brautina absa­lút­lí, hún er svo mikil­væg fyrir margar sakir, eins og byggð og upp­byggingu en við höfum mót­mælt þessari miklu þéttingu byggðar,“ segir Kol­brún.

„Við viljum þéttingu byggðar upp að vissu marki en líka í Grafar­vogi og á Kjalar­nesinu.“

Hún segir flokkinn aldrei hafa tekið sömu af­stöðu gagn­vart borgar­línu og Mið­flokkurinn. „Við erum ekki svona öfga­flokkur.“

Kol­brún segir að­spurð að Flokkur fólksins myndi ekki láta sína þátt­töku í meiri­hluta stranda á borgar­línu, en tekur fram að hún yrði alltaf að funda með bak­landi flokksins og heyra í sínu fólki.

„Á meðan ég fengi vel­ferðar­pakkann, sem er okkar aðal­mál, þá erum við í Flokki fólksins ekki að fara að fókusa á þetta. Ég sé það alla­vega ekki fyrir mér að það myndi steyta á slíku máli ef að við fáum okkar málum fram­gengt.“

Opin fyrir öllu

Kol­brún segir flokkinn opinn fyrir sam­starfi við mögu­legan meiri­hluta S,P og C banda­lagsins með Fram­sóknar­flokknum, en engan hafa talað við sig.

„Ég er opin fyrir öllu svo lengi sem okkar mál fá brautar­gengi og ég myndi klár­lega leggja slíkt sam­tal fyrir mitt fólk, og byrja á að tala við mína gras­rót, ég er ekki ein í þessu,“ segir Kol­brún.