Björn Ingi Hrafnsson, eigandi og útgefandi vefmiðilsins Viljans, segist þakklátur fyrir hlýjan hug sem margir hafi látið í ljós við hann í kjölfar fréttar um yfirvofandi gjaldþrot Viljans sem birt var á vef Fréttablaðsins í gærkvöld. Þetta kemur fram í færslu Björns Inga á Facebook.

„Auðvitað hef ég fundið velvilja undanfarna mánuði í þessum COVID-19 slag öllum, en þetta kom mér samt ánægjulega á óvart og fyrir það er ég þakklátur, “ segir Björn Ingi.

Þá segist Björn Ingi hafa fundið kipp í sölu bóka óg auglýsinga. „Margir pöntuðu bækur, aðrir auglýsingar og enn aðrir sendu bara baráttukveðjur með hvatningu til dáða. Það var fallega gert."

Krafan afturkölluð

Björn greinir svo frá því að gegnið hafi verið frá þessum málum og beiðnin verið afturkölluð og málið því ekki lengur á dagskrá dómstóla.

„Það mun líklega ekki fá alveg jafn mikla athygli og hitt, en skiptir samt auðvitað mestu máli. Það er svo sérstakur kapítuli út af fyrir sig, að þurfa að lesa um svona í fréttum áður en maður fær sjálfur neina tilkynningu eða tækifæri til að bregðast við. Líklega á það við sem einn góður vinur sagði, að Björn Ingi á Viljanum sé ekki slæmt fréttaefni," sagði fréttaefnið sjálft á Facebook og bað að lokum fyrir knús á línuna.

Ég verð að viðurkenna, að mér þykir mjög vænt um það hversu margir létu í ljós hlýjan hug í garð mín og Viljans í...

Posted by Björn Ingi Hrafnsson on Wednesday, 28 October 2020