Yusuf Ha­cisüleyman, kjör­ræðis­maður Ís­lands í Anta­lya, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að stór­felldar björgunar­að­gerðir séu nú í gangi í Tyrk­landi eftir jarð­skjálfta sem hefur orðið að minnsta kosti 1.400 manns að bana. Hann óttast að tala látinna muni hækka enn meira í kjöl­far þess að annar jarð­skjálfti reið yfir sama svæðið að­eins með nokkurra klukku­tíma milli­bili.

„Það sem við sjáum í sjón­varpinu er að fleiri en 1.000 manns hafa látist og 6.000 eru slasaðir. Svo kom annar jarð­skjálfti sem svipaður var að stærð, þannig það lítur út fyrir að það tala látinna á svæðinu muni hækka.“

Yusuf segir að Anta­lya, sem er 2,5 milljón manna borg, sé ein þeim borgum sem er að taka þátt í björgunar­að­gerðum og er að undir­búa vöru­flutninga inn á svæðið.

„Við erum núna að undir­búa trukka til að ferja teppi og aðrar nauð­synja­vörur inn á svæðið. Því miður eru veður­skil­yrðin mjög slæm þar sem það er búið að snjóa mjög mikið á svæðinu og það gæti hindrað flutningana,“ segir Yusuf.