Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra Íslands í Rússlandi, segir enga þörf á verulegum breytingum á öryggismálum Íslands.
Þetta kemur fram á vefsíðu Alberts sem kveður litlar líkur á því að stríðið í Úkraínu stigmagnist í stríð milli NATO og Rússlands.

Albert segir að rússneskar herflugvélar, sem rufu oft flughelgi Íslands fyrir nokkrum árum, hafi ekki látið sjá sig í tvö og hálft ár. Hernaðarmáttur Rússa á meginlandinu hafi minnkað töluvert vegna stríðsins og að það muni taka mörg ár að endurreisa hann.
„NATO-ríkin hafa einungis tekið sig á í varnarmálum eftir margra áratuga vanrækslu og leggja nú meira fé af mörkum til landvarna. Finnland og Svíþjóð virðast vera einu ríkin sem hafa endurmetið varnarhagsmuni sína,“ skrifar Albert. Varnir Íslands byggist aðallega á varnarsamningnum við Bandaríkin. Langöflugasta herveldi heims muni standa við skuldbindingar gagnvart Íslandi á hættutímum.