Albert Jóns­son, fyrr­verandi sendi­herra Ís­lands í Rúss­landi, segir enga þörf á veru­legum breytingum á öryggis­málum Ís­lands.

Þetta kemur fram á vef­síðu Alberts sem kveður litlar líkur á því að stríðið í Úkraínu stig­magnist í stríð milli NATO og Rúss­lands.

Frá stórri heræfingu sem fram fór í Hvalfirði.
Fréttablaðið/AntonBrink

Albert segir að rúss­neskar her­flug­vélar, sem rufu oft flug­helgi Ís­lands fyrir nokkrum árum, hafi ekki látið sjá sig í tvö og hálft ár. Hernaðar­máttur Rússa á megin­landinu hafi minnkað tölu­vert vegna stríðsins og að það muni taka mörg ár að endur­reisa hann.

„NATO-ríkin hafa einungis tekið sig á í varnar­málum eftir margra ára­tuga van­rækslu og leggja nú meira fé af mörkum til land­varna. Finn­land og Sví­þjóð virðast vera einu ríkin sem hafa endur­metið varnar­hags­muni sína,“ skrifar Albert. Varnir Ís­lands byggist aðal­lega á varnar­samningnum við Banda­ríkin. Lang­öflugasta her­veldi heims muni standa við skuld­bindingar gagn­vart Ís­landi á hættu­tímum.