„Virðu­legi for­seti. Við erum jafn for­viða, við vara­þing­menn sem nú sitjum á þingi, yfir vinnu­brögðum hér,“ sagði Frið­jón R. Frið­jóns­son, vara­þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins, í um­ræðum um störf þingsins á Al­þingi í dag.

Skýrsla Ríkis­endur­skoðunar um söluna á Ís­lands­banka var nokkuð á­berandi í um­ræðunum og þá einkum sá þáttur er sneri að leka skýrslunnar til fjöl­miðla síðast­liðinn sunnu­dag. Ríkis­endur­skoðandi af­henti stjórn­skipunar- og eftir­lits­nefnd skýrsluna svo nefndar­menn gætu kynnt sér efni hennar áður en hún yrði birt.

„Trúnaðurinn virðist þó að­eins hafa haldið u.þ.b. eins lengi og það tók ein­hvern nefndar­mann að ýta á á­fram­senda í tölvu­póst­for­riti sínu. Komið hefur fram að ríkis­endur­skoðandi er ekki í vafa um hvað gerst hafi. Hann telur, með leyfi for­seta, „nokkuð öruggt að henni hafi verið lekið af nefndar­manni stjórn­skipunar- og eftir­lits­nefndar“ og bendir á að Ríkis­endur­skoðun hafi unnið við skýrsluna mánuðum saman án þess að hún rataði til fjöl­miðla, en um leið og skýrslan barst nefndinni var hún komin í hendur fjöl­miðla.“

Frið­jón segir það blasa við að Al­þingi muni gjalda fyrir trúnaðar­brestinn. Af­leiðingarnar verði þær að fólk sem á erindi við nefndir þingsins getur ekki treyst þeim.

„Fyrir 30 árum eða þar um bil líkti þing­maður og ráð­herra starfs­háttum á Al­þingi við gagn­fræða­skóla og hlaut bágt fyrir. Ég held að flestir þeir sem ég var með í Réttó á sínum tíma hafi haldið trúnað lengur og betur en þessi þing­maður stjórn­skipunar- og eftir­lits­nefndar sem var skjótari en skugginn að skjóta skýrslunni upp í Efsta­leiti. Ég held að það blasi við, virðu­legi for­seti, að Al­þingi setur niður við þennan trúnaðar­brest og for­seti hlýtur að bregðast við málinu,“ sagði Frið­jón.