Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæðis­flokksins, segist ekki sjá annað fyrir sér en að víkja af vett­vangi stjórn­málanna ef Guð­laugur Þór Þórðarson kemur til með að hampa sigri og hljóta for­manns­stólinn á lands­fundi Sjálf­stæðis­flokksins næstu helgi. Hann trúi því þó ekki að það muni gerast. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

„Staða Guð­laugs er svo bara allt annað mál. Ég hef ekki trú á öðru en að við getum unnið úr niður­stöðunni eftir þennan fund,“ segir Bjarni. Það liggi í hlutarins eðli að odd­viti Reykja­víkur þurfi að hafa sterka rödd við ríkis­stjórnar­borðið.

„Mér finnst það nú al­gjör­lega á­stæðu­lausar vanga­veltur, hver staða hans verður eftir for­manns­kosninguna,“ segir Bjarni.

Bjarni segir of­boðs­lega margt búið að ganga á á hans pólitíska ferli. Hann hafi verið í eld­línunni frá 2009 og leið­togi sjálf­stæðis­manna í hverjum kosningunum á eftir öðrum.

„Og ef það er komið að þeim tíma­mótum hjá mér í mínum pólitíska ferli, sem ég reyndar held að sé ekki til­vikið, þá finnst mér það bara vera stór tíma­mót,“ segir Bjarni. Þá kveðst hann sitja á­fram sem fjár­mála­ráð­herra út kjör­tíma­bilið ef hann vinni formannskosningarnar.