Friðrik Jónsson, formaður Bandalags háskólamanna, segir það hafa verið óvæntur glaðningur að heyra Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, tala fyrir því í hádegisfréttum á RÚV, að meta menntun til launa.
„Bílstjórar með aukin réttindi (sem fást með viðbótarnámi) eigi þannig kröfu á meiri hækkun en ófaglært hótelstarfsfólk,“ skrifaði Friðrik á Twitter fyrr í dag.
Í samtali við mbl.is segir Friðrik að ummæli Sólveigar Önnu sé kjarninn í því sem BHM hafi verið að gera.
„Það er að kalla eftir að menntun sé metin til launa. Við höfum oft mætt andspyrnu við þau sjónarmið,“ segir Friðrik. Yfirlýsingin, sem bæði hafi verið athyglisverð og skemmtileg, hafi komið úr óvæntri átt.
Það var óvæntur glaðningur í hádegisfréttum að heyra formann Eflingar tala í reynd fyrir því að meta menntun til launa. Bílstjórar með aukin réttindi (sem fást með viðbótarnámi) eigi þannig kröfu á meiri hækkun en ófaglært hótelstarfsfólk. 👏👍
— Friðrik Jónsson, formaður BHM (@FormadurBHM) February 4, 2023
Að sögn Friðriks bíður BHM, líkt og aðrir, eftir úrskurðum bæði Félagsdóms og Héraðsdóms Reykjavíkur í vinnudeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar.
„Vonandi skýrir það þá myndina og síðan í framhaldi af því verður hægt að halda áfram að vinna í því að leysa úr þeim ágreiningi sem er uppi,“ segir hann.
Þá eigi BHM í samtali við ríkið vegna eigin kjarasamningum.
„Það eru stífir fundir fram undan,“ segir Friðrik.