Frið­rik Jóns­son, for­maður Banda­lags há­skóla­manna, segir það hafa verið ó­væntur glaðningur að heyra Sól­veigu Önnu Jóns­dóttur, for­mann Eflingar, tala fyrir því í há­degis­fréttum á RÚV, að meta menntun til launa.

„Bíl­stjórar með aukin réttindi (sem fást með við­bótar­námi) eigi þannig kröfu á meiri hækkun en ó­fag­lært hótel­starfs­fólk,“ skrifaði Frið­rik á Twitter fyrr í dag.

Í sam­tali við mbl.is segir Frið­rik að um­mæli Sól­veigar Önnu sé kjarninn í því sem BHM hafi verið að gera.

„Það er að kalla eftir að menntun sé metin til launa. Við höfum oft mætt and­spyrnu við þau sjónar­mið,“ segir Frið­rik. Yfir­lýsingin, sem bæði hafi verið at­hyglis­verð og skemmti­leg, hafi komið úr ó­væntri átt.

Að sögn Frið­riks bíður BHM, líkt og aðrir, eftir úr­skurðum bæði Fé­lags­dóms og Héraðs­dóms Reykja­víkur í vinnu­deilu Sam­taka at­vinnu­lífsins og Eflingar.

„Vonandi skýrir það þá myndina og síðan í fram­haldi af því verður hægt að halda á­fram að vinna í því að leysa úr þeim á­greiningi sem er uppi,“ segir hann.

Þá eigi BHM í sam­tali við ríkið vegna eigin kjara­samningum.

„Það eru stífir fundir fram undan,“ segir Friðrik.