Ste­ve Bann­on, fyrr­verandi pólitískur ráð­gjafi Donald Trump, segir Trump hafa verið til­búinn til að ljúga um allt á meðan hann sat sem for­seti Banda­ríkjanna. Þessu greinir hann frá í nýrri bók sem gefin verður seinna út í júlí. The Guar­dian hefur fengið að­gang að bókinni áður en hún verður gefin út.

Bann­on var pólitískur ráð­gjafi Trump, en hann entist ekki lengi í því starfi, eftir ár í starfi var hann rekinn af Trump. Í fram­boði Trump til endur­kjörs í for­seta­kosningunum árið 2020 var Bann­on hins vegar aftur ráðinn sem ráð­gjafi Trump.

Bann­on hefur áður sagt opin­ber­lega að Trump hafi aldrei logið, en svo virðist sem hann breyti þeirri um­sögn í bókinni, sem titluð er „The Big Lie: Election Chaos, Politi­cal Opportun­ism and the Sta­te of American Politics After 2020. John­at­han Lemire skrifaði bókina og ræðir meðal annars við Bann­on í henni.

Sem for­seti var Donald Trump þekktur fyrir að ljúga til þess að láta sjálfan sig líta betur út. Greining frá Was­hington Post segir trump hafa logið rúm­lega þrjá­tíu þúsund sinnum á meðan hann var for­seti.

Titillinn á bók Lemire vísar í þá stöðu sem kom upp í Banda­rískum stjórn­málum eftir sigur Joe Biden í for­seta­kosningunum árið 2020, Trump var ekki til­búinn að viður­kenna tap og því ýtti hann undir sögu­sagnir um kosninga­svindl, sem síðar varð til þess að æstur múgur réðst á þing­húsið í Banda­ríkjunum 6. janúar 2021.

Fyrr í þessari viku var birt upp­taka af Bann­on þar sem hann segir fé­lögum sínum frá því að Trump hygðist lýsa yfir sigri á kosninga­nóttinni, sama hver úr­slitin yrðu.

Trump gerði það að lokum ekki en Bann­on hélt á­fram að vera ráð­gjafi Trump eftir kosninga­ó­sigurinn. Bann­on hélt á­fram að reyna að halda Trump við völdin í Banda­ríkjunum.

Í bókinni frá Lemire greinir hann frá því að Bann­on hafi sagt að 6. janúar yrði dagur sem yrði heims­þekktur en það var ein­mitt dagurinn sem Trump sagði stuðnings­mönnum sínum að „berjast“ og ganga að þing­húsinu, með til­heyrandi af­leiðingum.