Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að hún hafi verið að reyna að afla sér upplýsinga um brottvísanir fólksins frá því að hún kom til landsins á miðnætti í nótt. Hún var til viðtals á Bylgjunni í morgun um málið.

„Það sem ég held að þurfi að skoða sérstaklega í þessu máli er þessi fatlaði einstaklingur sem þarna er því við erum auðvitað með skýrar reglur… um réttindi fatlaðs fólks. Það þarf að fara ofan í það og það er efni sem stendur mér nærri,“ sagði Katrín í Bítinu á Bylgjunni í morgun og að hún ynni að því að lögfesta Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Hún segir að þau sem fóru í nótt hafi verið búin að fullreyna sín úrræði í kerfinu en að hún hafi ekki frekari upplýsingar um málið.