Vil­hjálmur Birgis­son, for­maður Starf­greina­sam­bandsins segir það rangt að Efling hafi ekki verið upp­lýst um nýjan skamm­tíma­kjara­samning. Þetta kemur fram í Bítinu á Bylgjunni.

„Jú það er al­gjör­lega kol­rangt, því það er skylda mín sem for­maður að upp­lýsa aðildar­fé­lög um samninga og ég gerði það við Eflingu,“ sagði Vil­hjálmur.

Í gær birti Vil­hjálmur pistil á Face­book þar sem hann segist hafa verið stunginn í bakið af fólki sem hann taldi vera góða vini sína, með því að segja að hann hafi nánast framið glæp með þessum samningi. Hann benti á að það hafi verið Sól­veig Anna Jóns­dóttir, for­maður Eflingar sem hafi gagn­rýnt harð­lega kjara­samninginn.

„Því miður, þegar við­ræðurnar eru á við­kvæmu stigi, þá er þessu lekið í fjöl­miðla, til þess eins að skemma og af­vega­leiða það sem við vorum að gera,“ segir Vil­hjálmur í Bítínu.

Sól­veigu var boðið að koma í Bítið og ræða við Vil­hjálm, en að sögn þátta­stjórn­enda neitaði hún að koma þar sem hún taldi sig ekki þekkja samninginn nægjan­lega vel. Vil­hjálmur segir að þarna fari ekki saman hljóð og mynd, en hann segir að Sól­veig hafi tjáð sig um samninginn annars staðar.

„Það er í mínum huga ó­heiðar­legt og maður verður dapur,“ segir Vil­hjálmur.

Að­spurður um sam­band hans, Sól­veigar og Ragnars Þórs, formanns VR, segir hann að allt sam­starf þurfi að vera byggt á trausti og trú­verðug­leika. Vil­hjálmur, Sól­veig og Ragnar ætluðu áður saman í fram­boð til for­ystu Al­þýðu­sam­bands Ís­lands.

„Allt sam­starf milli aðila þarf að byggjast á heiðar­leika og trú­verðug­leika. Þegar þú upp­lifir það að slíkt hefur beðið hnekki, þá að sjálf­sögðu verða breytingar,“ segir Vil­hjálmur.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Fréttablaðið/Ernir