Kristín Dýr­fjörð, leik­skóla­kennari og dósent við hug- og fé­lags­vísinda­svið Há­skólans á Akur­eyri, segir að hug­myndir Sjálf­stæðis­flokksins í Reykja­vík um að færa fimm ára leik­skóla­börn í grunn­skóla til að opna fyrir um­sóknir 12 mánaða í leik­skóla séu „pólitískt skemmdar­verk“. Hún segir að sama á hvernig er hug­myndina á litið þá sé hún „arfa­vit­laus“.

„Ég held að þessi til­laga beri með sér van­þekkingu á skóla­kerfinu og væntan­lega vonda ráð­gjafa. En hún Hildur er búin að tala mjög mikið um þessi mál á kjör­tíma­bilinu, þetta er henni lík­lega hjartans mál því hún er móðir ungra barna og þetta er fjöl­skyldu­fólk,“ segir Kristín í sam­tali við Frétta­blaðið og í­trekar skoðun sína að þetta sé ekki lausn á vanda leik­skólans.

„Hvorki á vanda for­eldra sem bíða þess að komast úr fæðingar­or­lofi á vinnu­markað eða lausn fyrir leik­skólann. Þetta er pólitískt skemmdar­verk myndi ég segja,“ segir Kristín.

Hún segir í færslu sem hún skrifaði á Face­book og í grein sem hún skrifaði árið 2012 að þegar yngri börn hafa verið færð upp í grunn­skóla úr leik­skóla þá hafi menning leik­skólans ekki lifað það af.

„Hug­mynda­fræði leik­skólans hefur aldrei lifað það af að vera flutt upp í grunn­skólann. Þar er menning sem er mjög sterk og leik­skóla­starfið er jaðar­menning í því sam­hengi. Þegar jaðar­menning kemur inn í sterka menningu leik­skólans þá haggast jaðarinn til en ekki miðjan,“ segir Kristín sem er ekki bjart­sýn á að þessi hug­mynd geti gengið upp.

En Hildur Björns­dóttir, odd­viti Sjálf­stæðis­flokksins sem lagði þetta fram, sagði í grein sinni um málið að ef börnin yrðu færð upp þá myndi starf fyrsta bekkjarins vera á for­sendum leik­skólans.

Tapa leikskólamenningunni í grunnskólanum

Kristín segir að hennar reynsla og þekking segi henni að það muni ekki ganga. Leik­skóla­menningin muni tapast því grunn­skóla­menningin er svo sterk auk þess sem að leik­skóla­kennarar, sem hafa kennt elstu börnunum, munu þá mögu­lega færast upp á grunn­skóla­stigið og þannig mikil þekking glatast úr leik­skólunum og mann­auður

„Víða um heim er verið að vara við því sem kallað eru akademískar á­herslur í námi yngstu barna. Fólk berst fyrir meiri leik í þágu barna. Hug­myndin um fimm ára börn í grunn­skóla er ekki í þeim anda. Ég sé heldur ekki hvernig á að leysa mönnunar­vanda eða þann vanda sem er senni­lega einna stærstur, skortur á leik­skóla­kennurum með þessari að­ferð. Ég er nokk viss um að þeir leik­skóla­kennarar sem kjósa að vinna með þennan aldurs­hóp færu með sínum börnum, þeir hafa til þess full réttindi. Eftir stæðu leik­skólarnir enn verr staddir,“ segir Kristin í færslu sinni og að þannig yrði fag­sam­fé­lagið innan leik­skólanna enn brot­hættara.

Hug­mynda­fræði leik­skólans hefur aldrei lifað það af að vera flutt upp í grunn­skólann

Kallað er eftir lausnum til að leysa vanda leik­skólanna en Kristín segir að það sé ekki til nein skamm­tíma- eða töfra­lausn í að brúa bilið á milli fæðingar­or­lofs og leik­skólans.

„Þegar ég var að læra þá var talað um leikinn sem lífs­tjáningu barnsins og það hefur ekkert breyst. Börn hafa þörf fyrir að leika sér og í dag er enn meiri þörf þegar við erum með sam­fé­lag þar sem þau eru eftir skóla keyrð í tóm­stundir og það er alltaf að gefast minni tími í leik, og það er fyrir utan snjall­tækin. Við verðum ein­hvers staðar að segja stopp og vernda tæki­færi barna til að leika sér og að vera í um­hverfi þar sem leikurinn er í há­vegum hafður en er á sama tíma nám,“ segir Kristín og bendir á að það skipti líka miklu máli hvernig um­hverfið er skipu­lagt.

Í því sam­hengi segir hún að það fylgi því ótal vanda­mál að flytja börnin svo ung upp en segir að hún leyfi sér að efast um að margir for­eldra fjögurra og fimm ára gamalla barna séu til­búin að senda börn sín í skóla þar sem um­hverfið er ekki girt af en í ná­vígi við marga skóla eru hættu­legar um­ferðar­götur og um­hverfi jafn­vel ekki mjög barn­vænt.

„Kostnaðurinn við að breyta lóðum grunn­skóla, ofan á að bæta við húsum, hann er gífur­legur. Þetta er bara svo arfa­vit­laus hug­mynd.“