Frakkland

Segir tal um Evrópu­her „móðgandi“

Enn blæs köldu milli Donald Trump Bandaríkjaforseta og Emmanuel Macron Frakklandsforseta.

Trump og Macron fylgdust saman með hátíðarhöldum á þjóðhátíðardegi Frakka í fyrra.

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir á Twitter-síðu sinni að orð Emmanuel Macron Frakklandsforseta um nauðsyn þess að stofna Evrópuher séu móðgandi.

Færslan birtist stuttu eftir að Trump forseti lenti í Frakklandi, en hann er staddur í París um þessar mundir vegna friðarráðstefnu, sem haldinn er í tilefni af því að á morgun, sunnudag, eru 100 ár frá lokum fyrstu heimsstyrjaldarinnar. Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, er einnig staddur í París.

Macron sagði á dögunum að Evrópuþjóðir liðu helst fyrir ákvörðun Trump um að segja upp svokölluðu INF samkomulagi við Rússland. Bandaríkin og Ráðstjórnarríkin gerðu með sér samkomulagið undir lok Kalda stríðsins, og fjallar það um útrýmingu langdrægra eldflauga á jörðu. Trump forseti sagði samkomulaginu upp í síðasta mánuði.

Vegna þessa sagði Macron að Evrópuþjóðir ættu að íhuga að stofna sinn eigin her, til þess að geta varist Rússum, Kínverjum og „jafnvel Bandaríkjamönnum“.

Trump virðist ekki hrifinn af vangaveltum Macron, og nýtur tækifærið til að krefja önnur evrópsk aðildarríki NATÓ um að borga meira til bandalagsins. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Frakkland

Þúsund stolin leik­­föng á heimili þjóf­óttrar eldri konu

Frakkland

Ekkert gengur hjá Macron

Frakkland

Van­rækt­i syni sína sem nærð­ust bara á kóki

Auglýsing

Nýjast

Setti tvö Íslandsmet í dag: „Ekkert kjöt, engin mjólk, engin egg“

Íslendingar sólgnir í hrossakjöt: „Ég elska folald“

Trump heimsækir brunasvæðin: Tíu þúsund heimli farin

Einn vann 27 milljónir

Tvö útköll í Reykjanesbæ vegna veðurs

Spár hafa versnað fyrir kvöldið og nóttina

Auglýsing