Inga Sæ­land, for­maður Flokks fólksins, sagði í við­tali við Bítið í morgun að Svan­dís Svavars­dóttir mat­væla­ráð­herra ætti að „taka pokann sinn“ en hún var til við­tals um dýra­níð í Borgar­firði þar sem greint hefur verið frá því að naut­gripir fái ekki að drekka eða borða. Viðtalið við Ingu er hér.

Inga gagn­rýndi það í við­talinu að MAST grípi ekki til rót­tækra að­gerða fyrir þær skepnur sem eru þarna að svelta og segist ekki skilja hvað stendur að baki.

„Þetta er dýra­níð af svörtustu sort,“ sagði Inga í við­talinu en til­efni við­talsins var um­fjöllun Vísis í gær­kvöldi um grind­horaða naut­gripi sem hafa ekkert fengið að borða.

Svan­dís Svavars­dóttir mat­væla­ráð­herra kallaði við lok síðasta mánaðar eftir upp­lýsingum frá Mat­væla­stofnun um fram­kvæmd eftir­lits og verk­ferla vegna vel­ferðar dýra þegar grunur leikur á að um­ráða­menn séu ekki að upp­fylla á­kvæði laga, hvort sem um er að ræða al­mennt eftir­lit eða sam­kvæmt á­bendingum sem berast stofnuninni.

Í erindi sínu til Mat­væla­stofnunar óskaði hún einnig eftir upp­lýsingum um hvort stofnunin telji skort á heimildum í lögum til að tryggja vel­ferð dýra og grípa til við­eig­andi ráð­stafana þegar að­stæður krefjast.

Inga sagði í við­talinu að það þyrfti að tryggja betur eftir­lit með dýra­haldi og að það þyrfti að vera „af hörku en ekki lin­kind“. Hún sagði að það þyrfti ekki endi­lega að fjar­lægja það frá MAST heldur þyrfti að tryggja að þau geti sinnt því af al­vöru.

Hún vill breyta lögunum þannig að það sé hægt að kæra dýra­níð beint til lög­reglu, ekki í gegnum MAST, og að lög­regla beiti sér meira í þessum málum.

„Ráð­herra, í rauninni á ein­hverjum stöðum þá myndi ráð­herra sem lætur svona lagað við­gangast á sinni vakt hann myndi ein­fald­lega taka pokann sinn,“ sagði Inga og að þannig ráð­herra væri ekki starfi sínu vaxinn.