Salvör Nordal, um­­­boðs­­maður barna, hefur sent stjórn og fram­­kvæmda­­stjóra Strætó bs. bréf eftir að hann fékk á­bendingar um veru­­lega hækkun á árs­kortum ung­­menna hjá Strætó. Um­­­boðs­­maður telur að hækkunin sam­ræmist ekki bestu hags­munum barna á höfuð­­borgar­­svæðinu.

„Það finnst okkur fara gegn hags­munum barna enda eru al­­mennings­­sam­­göngur mikil­­vægt jöfnunar­­tæki sem stuðlar að auknum tæki­­færum fyrir öll börn. Þá voru gjald­frjálsar al­­mennings­­sam­­göngur meðal þeirra at­riða sem þing­full­­trúar á fyrsta barna­þingi um­­­boðs­­manns barna lögðu á­herslu á árið 2019“, segir í til­­­kynningu frá um­­­boðs­manni barna.

Strætó greindi frá því fyrir skömmu að börn ellefu ára og yngri þyrftu ekki að greiða fyrir strætó­­ferðir og þótti um­­­boðs­manni það vera breyting til batnaðar að því er segir á vef um­­­boðs­­manns.

„Var talið að um fyrsta skref væri að ræða til að tryggja öllum börnum að­­gang að gjald­frjálsum al­­mennings­­sam­­göngum. Með þessari hækkun, sem er veru­­leg, er ljóst að svo er ekki.“

Ber að virða Barna­sátt­málann

Í bréfi um­­­boðs­­manns til Strætó bs. segir meðal annars: „Börn hafa lengi kallað eftir því að al­­mennings­­sam­­göngur verði gjald­frjálsar og telja það vera mikil­­vægt jöfnunar­­tæki sem stuðli að auknum tæki­­færum fyrir öll börn, auk þess að minnka loft­­mengum og bíla­um­­ferð. Þá ber þess sér­­stak­­lega að geta að gjald­frjálsar al­­mennings­­sam­­göngur voru meðal þeirra at­riða sem þing­full­­trúar á fyrsta barna­þingi um­­­boðs­­manns barna lögðu sér­­s­taka á­herslu á árið 2019.“

Um­­­boðs­­maður segir að Strætó eigi sem opin­ber aðili að virða og inn­­leiða á­­kvæði Barna­sátt­­mála Sam­einuðu þjóðanna. Þar er meðal annars gerð sú krafa að tryggja að allar á­kvarðanir sem að börnum snúa séu byggðar á því sem þeim er fyrir bestu.

Með hlið­­sjón af því óskar um­­­boðs­­maður barna eftir „upp­­­lýsingum um það, hvernig stjórn og fram­­kvæmdar­­stjóri telja um­­rædda hækkun sam­ræmast bestu hags­munum barna á höfuð­­borgar­­svæðinu og einnig óskar um­­­boðs­­maður barna eftir upp­­­lýsingum um það hvort og þá hvernig mat hefur verið lagt á á­hrif þessarar á­­kvörðunar á þau börn sem ljóst er að hækkunin snertir hvað mest, þ.e. börn sem búa við fá­tækt og erfiðar fé­lags­­legar að­­stæður.“

Hér má lesa bréf um­boðs­manns barna til Strætó bs.