Dómur Mann­réttinda­dóm­stóls Evrópu (MDE) í morgun breytir engu um stöðu Sig­ríðar Á. Ander­sen sem dóms­mála­ráð­herra. Þetta segir Birgir Ár­manns­son, þing­flokks­for­maður Sjálf­stæðis­flokksins, í sam­tali við RÚV

MDE kvað upp dóm sinn í morgun um að skipun Sig­ríðar á dómurum við Lands­rétt, þvert á mat hæfnis­nefndar, hafi brotið gegn 6. grein mann­réttinda­sátt­mála Evrópu um rétt­láta máls­með­ferð einstaklinga fyrir dómi. Er ríkið dæmt til að greiða því sem um nemur rúmum tveimur milljónum í málskostnað.

Birgir telur að starf Lands­réttar, sem tók við í byrjun árs 2018, sé ekki í upp­námi enda hafi dómar MDE ekki bindandi niður­stöðu utan þess að ríkið er skylt til að greiða bætur. 

„Ég segi fyrir mitt leyti að ég er jafn ó­sam­mála þeirri niður­stöðu og ég var niður­stöðu Hæsta­réttar,“ segir Birgir og kallar eftir á­fram­haldandi um­ræðum um hvernig skipan dómara skuli hagað. 

Staða Sig­ríðar sé hins vegar ó­breytt í hans augum. „Hún hefur gert grein fyrir sínum skoðunum og af­stöðu í þessu og staðið af sér van­traust vegna þessa máls.“