Ragnar Freyr Ingvars­son, læknir, segir stjórn­völd hafa brugðist þjóðinni tví­vegis með við­brögðum sínum við far­aldrinum. Þetta kemur fram í Face­book færslu Ragnars sem vakið hefur mikla at­hygli.

Þar segir eftir­tektar­vert að ekki þurfi nema þrjár inn­lagnir af COVID-sýktum til að setja Land­spítalann á hættu­stig. Hann nefnir tvö dæmi um það hvernig stjórn­völd brugðust.

„Í fyrsta lagi með því að opna landa­mæri upp á gátt og leyfa þannig nær ó­heft inn­flæði af smituðum en bólu­settum ein­stak­lingum. Sótt­varna­læknir hefur sagt í fjöl­miðlum að við þessu hefði mátt búast,“ skrifar Ragnar.

„Í öðru lagi, og mun al­var­legra, er að hafa van­rækt að efla Land­spítala til að takast á við þessa bylgju. Til þess hafa þau haft marga mánuði. Mönnun hefur verið ein­stak­lega bá­borin í sumar, ráðningar af­leysingar­fólks tak­markað, fjöldi legu­rýma lokað bæði á al­mennum deildum og gjör­gæslu­deild.“

Hann segir fjöl­miðla ekki hafa veitt því sér­staka eftir­tekt að ekki hafi þurft nema þrjá CO­VID-19 sjúk­linga til að setja spítalann á hættu­stig. „Þrjár inn­lagnir! Hættu­stig!“