Í gær var haldin í­búa­fundur vegna ó­vissu­stigs sem lýst hefur verið yfir vegna jarð­skjálfta­hrinu á Reykja­nes­skaga. Það mældust yfir 3000 skjálftar á svæðinu við Eld­vörp á Reykja­nesi í síðustu viku og var sá stærsti 4,3 af stærð.

„Það er örugg­­lega margt þarna sem kom fram sem al­­menningur vissi ekki og vildi fá að vita. Auð­vitað hafa nú al­manna­varna­t­eymið fundað mjög þétt með vísinda­­sam­­fé­laginu og björgunar­­aðilum. Þarna var fyrst og fremst verið að upp­­­lýsa heima­­menn og al­­menning um stöðuna og hvers mætti vænta,“ segir Fannar Jónas­son, bæjar­stjóri Grinda­víkur.

Hann segir að fundurinn hafi verð fjöl­mennur og allt að 500 manns hafi mætt á staðinn, en einnig voru rúm­lega 2500 manns sem fylgdust með honum í gegnum Face­book.

„Við vorum bara mjög á­­nægð með við­­brögðin og fundurinn gekk bara ljómandi vel. Auð­vitað vita menn ekkert með vissu hvað fram­haldið er. Það var verið að spá fyrir um hvað kynni að gerast og aðal málið er það að allir séu vel upp­­­lýstir og reyna vera undir­­búnir,“ segir Fannar og segir hann að við­bragðs­aðilar, bæjar­yfir­völd og aðrir séu að stilla saman strengi sína eins og þeir geta.

„Við erum að yfir­­fara allar við­bragðs­á­ætlanir og rýmingar­á­ætlanir stofnanna og íbúa á svæðinu. Það er allt í sjálfu sér til­­búið frá því að við tókum þetta ræki­­lega í gegn fyrir tveimur árum. Það er auð­vitað nýtt starfs­­fólk í fyrir­­­tækjum og nýir í­búar sem þarf að upp­­­lýsa betur og við erum að setja aukin kraft í það að upp­­­færa fólk um stöðuna.“

Bæjar­búar eru á­hyggju­fullir en við­búnir öllu

Fannar segir stemninguna í bænum vera al­­mennt góða miðað við að­­stæður, en bæjar­búar hafi vissu­­lega á­hyggjur. „Jarð­­skjálftarnir á sínum tíma voru mönnum yfir­­­leitt erfiðari, en samt sem áður hafa bæjar­búar á­hyggjur, sér­­stak­­lega á þessu svæði þar sem nú gengur mest á,“ segir hann.

Fannar bendir á að gosið í Geldinga­dölum hafi komið Grinda­vík á kortið

„Þetta fór auð­vitað eins vel og hægt var þegar það fór að gjósa í Geldinga­­dölum, þetta var frekar mein­­laust fyrir okkur. Þetta kom Grinda­­vík á kortið og er bæjar­­fé­lagið orðið að miklum ferða­manna­­stað. Menn gátu nýtt sér gosið í góðum til­­­gangi og það var eftir­­­sóknar­vert að koma á gos­­stöðvarnar,“ segir hann en í­trekar að engum finnist gos eða jarð­skjálftar skemmti­leg til­hugsun.

„En þetta er mikið á­hyggju­efni hvort sem það gýs eða ekki, þetta er ekkert sem fólki finnst nota­­legt.“