Lands­sam­band smá­báta­eig­enda telur að nýtt frum­varp um orku­skipti í fisk­veiðum stuðli að aukinni sam­þjöppun í greininni og fækkun smá­báta. Frum­varpið opni á frekari stækkun króka­afla­marks­báta og þar af leiðandi fækkun smá­báta.

Í dag mega króka­afla­marks­bátar vera að há­marki 30 brúttó­tonn að stærð til að hafa veiði­leyfi. Frum­varp Svan­dísar Svavars­dóttur mat­væla­ráð­herra opnar á að þessir bátar geti verið allt að 50 prósentum stærri, það er 45 brúttó­tonn, gangi þeir að minnsta kosti til helminga fyrir vist­vænum orku­gjöfum.

Lands­sam­band smá­báta­eig­enda bendir á að þegar króka­afla­marks­bátar voru stækkaðir úr 15 í 30 brúttó­tonn árið 2013 hafi það leitt til stór­felldrar fækkunar smá­báta og minnkandi vægis ein­yrkja.

Lýsir fé­lagið á­hyggjum sínum af að á­fram sé róið í sömu átt til stækkunar.

„LS lýsir undrun sinni á að rekin sé sú stefna í skjóli orku­skipta,“ segir Örn Páls­son fram­kvæmda­stjóri í um­sögn fé­lagsins við frum­varpinu.

Til þess að koma til móts við þessa breytingu sé ó­hjá­kvæmi­legt að setja inn á­kvæði til að efla línu­í­vilnun fyrir hand­færa­veiðar og tryggja 48 veiði­daga.