Ei­ríkur Jóns­son, þvag­færa­skurð­læknir sem vann á Land­spítala í ára­tugi, segist ekki muna eftir því að reksturinn á spítalanum hafi verið vand­ræða­laus. Hann segir margt líkt með starf­semi spítalans og sjávar­út­vegs­fyrir­tæki og segir spítalann geta lært mikið af sjávar­út­veginum.

„Margt dynur á Land­spítala um þessar mundir og heims­far­aldur setur alla hefð­bundna starf­semi úr skorðum. Reksturinn var þó ekki vand­ræða­laus fyrir og í raun man ég ekki eftir að hann hafi verið í lagi þá ára­tugi sem ég hef unnið á stofnuninni. Af því að mér er annt um það mikil­væga starf sem þar er unnið, vaknar spurningin: „Hvað er til ráða?“ skrifar Ei­ríkur í að­sendri greiní Lækna­blaðinu.

Ei­ríkur vann nokkur sumur í fisk­vinnslu og við tog­veiðar í Vest­manna­eyjum um miðjan áttunda ára­tuginn.

„Þetta var fyrir daga kvóta­kerfisins og höfnin var full af troll­bátum. Allir kepptust við að veiða sem mest og iðu­lega var land­burður af fiski. Bryggjan fyrir framan Fisk­iðjuna fylltist af fiski þegar hæst stóð í stönginni. Vinnslu­línan lá frá mót­tökunni inn í véla­salinn, gegnum flaka­snyrtingu, pökkun og loks í tækin þar sem af­urðin var hrað­fryst,“ skrifar Ei­ríkur.

Eiríkur segir mikla virðingu hafa verið borna fyrir afla­magni en minni fyrir ein­staka fiskum. „Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og nú má sjá í fisk­veiðum og vinnslu gríðar­lega fram­för þar sem á­hersla er lögð á sér­hvert flak.“

„Ég tel að gletti­lega stóran hluta verk­efna Land­spítalans megi skil­greina sem fram­leiðslu og þess vegna líkja við starf­semi sjávar­út­vegs­fyrir­tækis – og ég tel að það við­horf geti verið hjálp­legt. Hrá­efni þess síðar­nefnda er með­höndlað þannig að það skemmist ekki í með­förum og stefnt á að koma því út í verð­mætara á­standi en við var tekið. Sjúk­lingar leita til sjúkra­hússins í sama til­gangi en virðis­aukinn mælist í betri líðan, virkni eða lengra lífi,“ skrifar Ei­ríkur sem jafn­framt gerir sér grein fyrir því að sam­líkingin gæti slegið suma.

Eiríkur segir álagið á starfsmenn spítalans ekki jafnt. „Einn sér ekki fram úr verk­efnum á meðan annar situr verk­laus.“
Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson

„Sam­líking sjúkra­húss við sjávar­út­vegs­fyrir­tæki og sjúk­linga við hrá­efni hljómar kannski ó­við­eig­andi og á hugsan­lega við um skurð­lækningar um­fram aðrar sér­greinar. Ef grannt er skoðað á hún þó við hjá fleirum. Mér dettur til dæmis í hug inn­grip röntgen-, hjarta- og meltingar­lækna og um­fangs­mikla dag- og göngu­deilda­starf­semi krabba­meins-, gigtar- og blóð­sjúk­dóma­lækna.“

Hann segir þessa hug­mynda­fræði þó ekki eiga við um alla með­ferð en bendir þó á að sjúk­lingur sem leggst inn vegna þung­lyndis og sjálfs­vígs­hug­mynda er settur í fjöl­þætta með­ferð og gæslu sem hugsan­lega má skil­greina sem vanda­samt vinnslu­ferli.

Eiríkur segir starfsmenn eiga líta á sig sem hlekk í virðiskeðju.
Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson

„Góð fram­leiðsla býr til gott sjúkra­hús“

„Fisk­iðjan hafði vinnslu­línu og það er auð­velt að koma auga á slíka í skurð­lækningum þó svo hún sé einnig greini­leg hjá öðrum sér­greinum. Göngu­deild, dag­deild, legu­deild, skurð­stofa, vöknun, gjör­gæsla og sjúkra­hótel raða sér til dæmis þannig upp. Sé línan tekin úr sam­bandi eða flæðið tregðast er öll vinnsla og af­köst í upp­námi. Á Co­vid-tímum hrekkur svo keðjan endan­lega af hjólinu þegar þetta 80 milljarða fyrir­tæki snýr sér til einnar áttar. Einn sér ekki fram úr verk­efnum á meðan annar situr verk­laus.“

Ei­ríkur segir að eftir því sem árin líða verður þetta vinnslu­hlut­verk sjúkra­hússins honum hug­stæðara.

„Einn sér ekki fram úr verk­efnum á meðan annar situr verk­laus“

„Þrátt fyrir að víða sjáist frá­bært fram­lag ein­stak­linga og eininga, sjá starfs­menn sig ekki endi­lega hafa fram­leiðslu­hlut­verki að gegna, hvað þá sem hlekk í virðis­keðju. Sakna þá hins vökula auga frysti­hús­verk­stjórans sem gekk um húsið og um­turnaðist ef útaf bar.“

„Eitt og annað gæti Land­spítali lært af reynslu sjávar­út­vegsins og hvernig sú grein komst á betri stað, til dæmis með því að líta á á­kveðin við­fangs­efni sín sem fram­leiðslu. Hana tel ég kjarnann í erindi sjúkra­hússins og standi maður frammi fyrir vali á milli kosta skal alltaf spyrja: „Hvað er gott fyrir fram­leiðsluna?“ Góð fram­leiðsla býr til gott sjúkra­hús,“ skrifar Ei­ríkur að lokum.