Sig­ríður Á. Ander­sen, lög­maður og fyrr­verandi þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins, segir skatt­greið­endur greiða tví­tug­falt meira fyrir loft­lags­að­gerðir en þörf er á. Hún segir að með á­herslu á skóg­rækt og endur­heimt vot­lendis væri hægt að kol­efnis­jafna sama magn af kol­tví­sýrings fyrir 5% af nú­verandi kostnaði.

Þetta kemur fram í pistli á heimasíðu Sigríðar en þar segir hún meðal annars að stjórn­völd hafi ekki hug­mynd um hvað þau séu að fá fyrir ýmis veru­leg út­gjöld sín í loft­lags­málum. Máli sínu til stuðnings vitnar hún í svar fjár­mála­ráð­herra við fyrir­spurn hennar á Al­þingi í haust en í svarinu segir að ekki sé hægt að meta hvort þær leiðir sem ríkið kýs að fara eftir séu þær hag­kvæmustu og árangurs­ríkustu sem eru í boði.

Í pistli sínum skoðar hún tvær leiðir sem stjórn­völd hafa farið síðast­liðinn ára­tug; Skatta­í­vilnun raf­bíla og í­vilnanir vegna í­blöndunar lí­felds­neytis. Hún ber þær leiðir saman við tvær aðrar leiði sem standa til boða á al­mennum markaði sem eru kol­efnis­jöfnun með skóg­rækt sem Kol­viður býrðu upp á svo kol­efnis­jöfnun með endur­heimt vot­lendis.

Sig­ríður metur það svo að skatta­í­vilnanir ríkisins séu um tvær milljónir á raf­bíl sem er um 48 þúsund krónur fyrir jöfnun á hverju tonni kol­tví­sýrings miðað við losunar­stuðla um­hverfis­stofnunar um að bensín­bíll losi 42 tonn af kol­tví­sýring á 15 ára líf­tíma sínum.

370 milljónir í stað 7,4 milljarða á hverju ári

Á sama tíma býður Kol­viður upp á kol­efnis­jöfnun með skóg­rækt og kostar eitt tonn af kol­tví­sýring ekki nema 2.200 krónur.

Vot­lendis­sjóður býður upp á kol­efnis­jöfnun með endur­heimt vot­lendis og kostar eitt tonn 2.000 krónur.

Sigríður dregur þetta saman og segir að stjórn­völd hafi valið mjög dýrar leiðir til að fást við loft­lags­málin. Ríkið gæti náð sama árangri í kol­efnis­jöfnun fyrir 370 milljónir í þeirra 7,4 milljarða sem það eyðir á hverju ári í skatta­í­vilnanir.

Hægt er að lesa útreikninga Sigríðar hér.