Erlent

Segir sannar­lega út­lit fyrir að Khas­hoggi sé látinn

​Donald Trump Banda­ríkja­for­seti segir að það sé „sannar­lega út­lit fyrir að“ sá­diarabíski blaða­maðurinn og and­ófs­maðurinn Jamal Khas­hoggi sé látinn

Spjótin beinast að Trump um hvað skuli gera næst, fáist það staðfest að sádiarabísk stjórnvöld beri ábyrgð á dauða Khashoggi. Nordicphotos/Getty

Donald Trump Banda­ríkja­for­seti segir að það sé „sannar­lega út­lit fyrir að“ sá­diarabíski blaða­maðurinn og and­ófs­maðurinn Jamal Khas­hoggi sé látinn. Reu­ters greinir frá.

Trump var til svara á blaða­manna­fundi í dag. Hann bætti við að málið væri afar sorg­legt. Khas­hoggi hefur verið saknað frá því í byrjun októ­ber. Síðast sást til hans þegar hann gekk inn á ræðis­manns­skrif­stofu Sádi-Arabíu í tyrknesku borginni Istanbúl. 

Sá­diarabísk stjórn­völd hafa hafnað að­komu að hvarfi hans og meintu morði en tyrk­neskir miðlar sögðust í vikunni hafa hljóðupp­tökur undir höndum frá því þegar Khas­hoggi var pyntaður, myrtur og lík hans bútað í sundur af full­trúum sá­diarabískra stjórn­valda. Lýsingarnar eru vægast sagt ó­hugnan­legar. 

Sádi-Arabía hefur hlotið mikla gagn­rýni al­þjóða­sam­fé­lagsins, fyrir­tækja og ein­stak­linga í kjöl­farið. Nú síðast var greint frá því í dag að Ste­ven Mnuchin, fjár­mála­ráð­herra Banda­ríkjanna, og Liam Fox, ráðherra alþjóðaviðskipta Bret­lands, myndu ekki vera við­staddir fjárfestinga­ráð­stefnu í Ríad, höfuð­borg Sádi-Arabíu, dagana 23. til 25. októ­ber. 

Khas­hoggi var blaða­maður banda­ríska tíma­ritsins Was­hington Post. Hann var í sjálf­skipaðri út­legð frá heima­landi sínu en hann hafði löngum gagn­rýnt stjórn­völd þar og konungs­fjöl­skylduna.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tyrkland

Sönnunargögn fyrir morðinu á Khashoggi

Sádi-Arabía

Mál Khashoggi alvarlegt fyrir prins

Erlent

Trump krefst svara vegna blaða­­mannsins

Auglýsing

Nýjast

Starfsfólk Porsche fékk 1,3 milljónir í bónus

​Lokanir á Lyng­dals­heiði, Hellis­heiði og Þrengslum

Leggja fram þriðja orku­pakkann „á ís­lenskum for­sendum“

„Óbilgirnin er svakaleg“

Élja­bakki og hvassvirði nálgast suð­vestur­hornið

Clio „Besti framleiðslubíllinn“ í Genf

Auglýsing