Sænski for­sætis­ráð­herrann Magda­lena Anders­son, sem er for­maður Jafnaðar­manna­flokksins, greindi frá því á blaða­manna­fundi í dag að sótt­varna­að­gerðir í landinu vegna Co­vid-19 yrðu hertar. Nyam­ko Sabuni for­­maður Frjáls­­lyndra í Sví­þjóð er afar ó­sátt við þessa á­kvörðun og telur stjórn­völd hafa mis­notað valdið sem felst í sótt­varna­lögum landsins.

Í sam­tali við Svenska Dag­bladet segir hún engan rök­stuðning fyrir hertum að­gerðum og nauð­syn­legt sé að þær séu ræddar á þinginu, það eigi að taka á­kvarðanir um að­gerðir.

„Ríkis­stjórnin hefur mis­notað vald sitt. Á blaða­manna­fundinum á mánu­daginn voru hertar að­gerðir kynntar án nokkurs rök­stuðnings og við teljum að tími sé kominn fyrir þingið að öðlist á nýjan leik á­byrgð á á­kvörðunum um tak­markanir“, segir hún.

Sænski for­sætis­ráð­herrann Magda­lena Anders­son.
Fréttablaðið/Getty

Þingið greiðir innan skamms at­kvæði um fram­lengingu laganna til loka maí og munu Frjáls­lyndir greiða at­kvæði gegn því. Þeir segja þó enn þörf á reglum um fjar­lægðar­mörk á veitinga­stöðum og í verslunum og telja að bólu­setningarpassar séu væn­leg leið í bar­áttunni við Co­vid-19. Þeir vilja engu að síður að þingið taki slíkar á­kvarðanir, ekki stjórn­völd.

„Við höfum nú fengið tveggja ára reynslu af bar­áttunni við far­aldurinn og hvernig Co­vid-19 hagar sér. Ég tel að tími sé kominn til að færa á­byrgðina til þingsins,“ segir Sabuni.

Fé­lags­mála­ráð­herrann Lena Hallen­gren er lítt hrifinn af orðum formanns Frjáls­lyndra. „Það kemur mér nokkuð á ó­vart að Nyam­ko Sabuni átti sig ekki á því að það tekur tíma að breyta al­gjör­lega um stefnu. Það er far­aldur, far­aldurinn heldur á­fram. Við vildum öll óska þess að staðan væri ekki sú að fram væri komið af­brigði sem smitast hvort sem þú ert bólu­settur eður ei“, segir ráð­herrann.

Fé­lags­mála­ráð­herrann Lena Hallen­gren.
Fréttablaðið/Getty