Út­varps­stjórinn Stefán Ei­ríks­son segir að stjórn­endur RÚV hafi ekki staðið nógu þétt við bakið á Helga Seljan og fleiri starfs­mönnum vegna Sam­herja­málsins svo­kallaða.

Þetta kemur fram á vef Blaða­manna­fé­lagsins þar sem út­varps­stjóri svarar spurningum vegna nýrra siða­reglna RÚV. Helgi hefur áður tjáð sig opin­ber­lega um það að hann telji að Stefán hafi gert mis­tök í málinu.

Sam­herji kærði Helga á­samt tíu öðrum starfs­mönnum RÚV til siða­nefndar Ríkis­út­varpsins vegna þátt­töku þeirra í þjóð­fé­lags­um­ræðu um mál­efni fyrir­tækisins á sam­fé­lags­miðlum. Siða­nefndin úr­skurðaði einungis Helga sekan fyrir brot á um­ræddum reglum vegna hluta um­mæla hans á sam­fé­lags­miðlum.

Í nýjum siða­reglum RÚV er hvergi að finna á­kvæðið sem felur í sér að starfs­fólk í frétta­flutningi á vegum RÚV taki ekki opin­ber­lega af­stöðu í um­ræðu um pólitísk mál­efni eða um­deild mál.

Á­kvæðið hafi gengið of langt

„Já, ég held að við höfum kannski ekki staðið alveg nógu þétt við bakið á þeim frétta­mönnum og öðrum starfs­mönnum sem lentu í þessum ó­trú­legu hremmingum [fyrir það eitt] að hafa verið að sinna sinni vinnu,“ segir Stefán á vef Blaða­manna­fé­lagsins.

„Það held ég að hafi ekki tengst bara þessum siða­reglum eða þessu til­tekna máli heldur ýmsu öðru, eins og t.d. að­gengi að og af­hendingu á gögnum til þessa aðila, sem mis­notaði það efni síðan sem varð til þess að við tókum fyrir það að láta efni af hendi í eigin fram­leiðslu þessa fyrir­tækis á „fréttum.“

Enn reglur um tjáningu starfs­fólks

Vinnu­reglur RÚV um fréttir sem endur­skoðaðar voru 2020 gilda enn um tjáningu starfs­manna sem sinna fréttum.

„Þarna er rétti­­lega fjallað um að þeir sem vinna hjá RÚV og eru að sinna fréttum og dag­­skrár­­gerð þurfa að gæta að því að það sé hafið yfir allan vafa að þeir séu hlut­lægir og ó­hlut­­drægir í sinni um­fjöllun og séu ekki að tjá sig opin­ber­­lega, hvort heldur sem er á sam­­fé­lags­­miðlum eða með öðrum hætti, um ein­hver mál sem við­kom­andi er síðan að skrifa um og fjalla um. Um þetta at­riði eru allir sam­­mála,“ segir Stefán.