Breskur maður sem var hand­tekinn í Úkraínu af rúss­neskum her­sveitum segist hafa verið með­höndlaður verr en hundur á meðan hann var fangi Rúss­landi. Maðurinn, Ai­den Aslin, er nú kominn til Bret­lands og sagði fjöl­miðlum sína sögu.

Aslin var haldið í ein­angrun í fimm mánuði og segir her­menn hafa barið sig, stungið og spurt hvort hann vildi „fljótan“ eða „fal­legan“ dauða. Fangar hafi verið látir syngja rúss­neska þjóð­sönginn, og ef þeir fylgdu því ekki, þá var þeim refsað fyrir það.

Aslin er einn tíu ein­stak­linga sem var sleppt úr haldi Rússa eftir að Sádi Arabar komust að sam­komu­lagi á milli Rússa og Úkraínu­manna um fanga­skipti.

Áður en stríðið hófst í Úkraínu bjó Aslin í Úkraínu á­samt konu hans, sem er úkraínsk. Í apríl var hann hand­samaður af Rússum.

Á meðan hann var í haldi Rússa dvaldi hann í tveggja manna fanga­klefa á dýnu sem var morandi í lús og kakka­lökkum. Þegar fangarnir þurftu á klósettið var þeim skipað að gera þarfir sínar í tómar vatns­flöskur, vegna þess að þeir höfðu ekki að­gengi að klósetti.

Einu skiptin sem Aslin var sleppt úr klefanum sínum var þegar hann átti að taka þátt í rúss­neskum á­róðri eða þegar hann fékk að nota símann.