Unnið er að endur­bótum á frum­varps­drögum dóms­mála­ráð­herra um auknar rann­sóknar­heimildir lög­reglu. Málið var á þing­mála­skrá lög­reglunnar fyrir yfir­standandi þing og drög að frum­varpi voru kynnt í sam­ráðs­gátt í mars en frum­varpið var ekki lagt fram á því lög­gjafar­þingi sem nú fer að ljúka.

Endur­bæturnar lúta að á­bendingum sem fram komu í kjöl­far kynningar frum­varpsins í sam­ráð­gátt.

Ráð­herra segir stuðning við málið í ríkis­stjórn.

„Þessi um­ræða hefur verið tekin innan ríkis­stjórnar og ég finn ekki fyrir öðru en góðum stuðningi við málið þar,“ segir Jón að­spurður.

Málið verði meðal helstu for­gangs­mála hans á haust­þingi.

Í Frétta­blaðinu í gær var rætt við Huldu Elsu Björg­vins­dóttur, sviðs­stjóra á­kæru­sviðs lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu, en hún telur mikla þörf á að styrkja laga­grund­völl rann­sókna lög­reglu á skipu­lagðri brota­starf­semi, einkum í af­brota­varna­skyni.

Sam­kvæmt frum­varps­drögunum verður eftir­lit með rann­sóknum á grund­velli þessara heimilda í höndum nefndar um eftir­­lit með lög­­reglu.

Ekki er á­skilið að þeim sem sætt hafa eftir­liti verði gert sér­stak­lega við­vart um það, hvorki meðan á eftir­liti lög­reglu stendur né eftir að því lýkur, nema eftir­lits­nefnd lög­reglu hafi verið gert við­vart um málið, hún á­kveði að taka að­gerðir lög­reglu til skoðunar og komist að þeirri niður­stöðu að eftir­litið hafi ekki sam­ræmst lögum eða við­komandi verið vaktaður af lög­reglu að ó­sekju.

Á þing­mála­skrá ríkis­stjórnarinnar síðasta haust var einnig boðað frum­varp um breytingar á saka­mála­lögum, meðal annars um lengd gæslu­varð­halds.

Frum­varp þess efnis hefur hvorki verið lagt fram né kynnt í sam­ráðs­gátt. Meðal þess sem Hulda Elsa nefndi á blaða­manna­fundi lög­reglunnar í vikunni var að ef manni er haldið í gæslu­varð­haldi þurfi að gefa út á­kæru innan tólf vikna frá hand­töku, ella þurfi að láta við­komandi lausan. Þetta sé mjög þröngur tíma­rammi í viða­­miklum rann­­sóknum.

Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, leggur mikla áherslu á að lögreglan fái heimildir til eftirlits í því skyni að koma í veg fyrir afbrot.
Mynd/Anton

Nýjar eftir­lits­heimildir lög­reglu í frum­varps­drögum

Rann­sóknar­heimildir lög­reglu; sam­kvæmt drögum að frum­varpi dóms­mála­ráð­herra er lög­reglu heimilt að:

  • Nýta allar upp­lýsingar sem hún býr yfir eða aflar við fram­kvæmd al­mennra lög­gæslu­starfa og frum­kvæðis­verk­efna, þar á meðal greiningar, sam­skipti við upp­ljóstrara, eftir­lit á al­manna­færi og vöktun vef­síðna sem opnar eru al­menningi. Upp­lýsingum yrði safnað í mið­lægan grunn.
  • Hafa eftir­lit með til­teknum hópi eða ein­stak­lingi sem lög­regla hefur upp­lýsingar um að hafi tengsl við skipu­lagða brota­starf­semi eða af þeim kunni að stafa sér­greind hætta fyrir al­manna­öryggi. Í eftir­litinu getur falist öflun upp­lýsinga um við­komandi og eftir­lit á al­manna­færi eða öðrum stöðum sem al­menningur á að­gang að. Sam­kvæmt frum­varpinu þarf ekki dóms­úr­skurð til þessa eftir­lits heldur einungis á­kvörðun lög­reglu­stjóra eða annars yfir­manns, sam­kvæmt á­kvörðun lög­reglu­stjóra.
  • Afla upp­lýsinga, þar á meðal per­sónu­upp­lýsinga, hjá stjórn­völdum, stofnunum og opin­berum hluta­fé­lögum, ef þær eru nauð­syn­legar og til þess fallnar að hafa veru­lega þýðingu vegna rann­sókna eða af­stýringar á brotum gegn á­kvæðum um hryðju­verk og land­ráð.