Þor­gerður Katrín Gunnars­dóttir, for­maður Við­reisnar, segir í að­sendri grein á Vísi að ríkis­stjórnin hafi í raun lýst van­trausti yfir sjálfa sig.

Þor­gerður Katrín segir fram­hald á sölu hlut ríkisins í fjár­mála­kerfinu hafi verið eina sér­staka stefnu­mál Sjálf­stæðis­flokksins sem komst í stjórnar­sátt­málann, önnur stefnu­mál hefðu komið beint frá Vinstri grænum eða frá öllum flokkunum sam­eigin­lega.

„Það var því mikið í húfi fyrir Sjálf­stæðis­flokkinn og stjórnina að vel tækist til,“ segir Þor­gerður Katrín og bendir á að þetta hafi verið stærsta mál ríkis­stjórnarinnar. Hún segist ekki þurfa að lýsa því nánar hvernig þetta gekk til því fátt annað er í fréttum þessa dagana.

Hún segir að í kjöl­far þessa máls hafi átt sér stað stefnu­breyting hjá ríkis­stjórninni. Hún segir einnig að til­raun ríkis­stjórnarinnar til þess að leggja Banka­sýslu ríkisins niður megi varla skilja öðru­vísi en sem til­raun til hvít­þvottar.

Vikið var frá gildandi eig­enda­stefnu ríkis­stjórnarinnar. Þor­gerður Katrín segir þetta þýða á manna­máli að eina sér­staka stefnu­máli Sjálf­stæðis­flokksins hafi verið tekið af lífi.

Hún vill meina að með þessu sé ríkis­stjórnin að lýsa yfir van­trausti á sjálfa sig. „Sjálfs­van­traust er ný staða í ís­lenskri pólitík. Og þetta er staða sem er ekki góð,“ segir hún.

Hún vill að ríkis­stjórnin geri hreint fyrir sínum dyrum því að á endanum ber hún á­byrgð á öllum sínum verkum. „Hvort sem henni líkar betur eða verr“, segir Þor­gerður Katrín.

Hún segir sam­keppni vera bann­orð í hugum stjórnar­flokkanna, hvort sem litið er til að­komu er­lendra fjár­festa í fjár­mála­kerfinu eða fjölda annarra sam­keppnis­mála sem ríkis­stjórnin hefur tekið af­stöðu gegn. Þor­gerður Katrín vill meina að það bitni á endanum á hag al­mennings og lífs­gæðum fólks.