Yfir­maður í úkraínsku her­leyni­þjónustunni, Kyrylo Buda­nov, segir að stríð þeirra við Rússa gangi svo vel að það muni ná há­punkti um miðjan ágúst og telur að því verði lokið fyrir lok þessa árs. Það er ná­kvæmasta og bjart­sýnasta spá úkraínskt em­bættis­manns hingað til en undir­hers­höfðinginn Kyrylo Buda­nov sagði í einka­við­talið við Sky News að það væir verið að‘ skipu­leggja valda­rán gegn for­seta Rúss­lands, Vla­dimír Pútín og að hann væri al­var­lega veikur með krabba­mein.

Fram kemur í um­fjöllun Skyum við­talið að Buda­nov hafi verið sá eini sem spáði fyrir um upp­haf stríðsins innan úkraínska hersins á meðan aðrir innan ríkis­stjórnar höfðu efa­semdir og nú er hann viss um að geta spáð fyrir um enda­lok þess og að fyrir lok árs muni Úkraínu­menn hafa náð valdi á öllum svæðum innan landsins, auk þeirra sem þau hafa tapað eins og í Donbas og á Krím­skaga.

Buda­nov segir í við­talinu að það vald sem margir telja Rússa hafa sé goð­sögn og að þeir séu ekki eins valda­miklir og þeir halda fram.

„Þetta er urmull af fólki með vopn,“ sagði hann í við­talinu en þar ræðir hann einnig stöðu rúss­neska hersins en her­lið hans hefur verið þvingað aftur að landa­mærunum í kringum Karkív að sögn Buda­nov. Hann segir að mikið mann­fall hafi verið í rúss­neska hernum í ný­legum á­rásum.

Þá sagði hann einnig að ó­sigur í Úkraínu myndi þýða það að ný stjórn muni taka við í Rúss­landi.

Við­talið er hægt að horfa á hér.