Yfirmaður í úkraínsku herleyniþjónustunni, Kyrylo Budanov, segir að stríð þeirra við Rússa gangi svo vel að það muni ná hápunkti um miðjan ágúst og telur að því verði lokið fyrir lok þessa árs. Það er nákvæmasta og bjartsýnasta spá úkraínskt embættismanns hingað til en undirhershöfðinginn Kyrylo Budanov sagði í einkaviðtalið við Sky News að það væir verið að‘ skipuleggja valdarán gegn forseta Rússlands, Vladimír Pútín og að hann væri alvarlega veikur með krabbamein.
Fram kemur í umfjöllun Skyum viðtalið að Budanov hafi verið sá eini sem spáði fyrir um upphaf stríðsins innan úkraínska hersins á meðan aðrir innan ríkisstjórnar höfðu efasemdir og nú er hann viss um að geta spáð fyrir um endalok þess og að fyrir lok árs muni Úkraínumenn hafa náð valdi á öllum svæðum innan landsins, auk þeirra sem þau hafa tapað eins og í Donbas og á Krímskaga.
Budanov segir í viðtalinu að það vald sem margir telja Rússa hafa sé goðsögn og að þeir séu ekki eins valdamiklir og þeir halda fram.
„Þetta er urmull af fólki með vopn,“ sagði hann í viðtalinu en þar ræðir hann einnig stöðu rússneska hersins en herlið hans hefur verið þvingað aftur að landamærunum í kringum Karkív að sögn Budanov. Hann segir að mikið mannfall hafi verið í rússneska hernum í nýlegum árásum.
Þá sagði hann einnig að ósigur í Úkraínu myndi þýða það að ný stjórn muni taka við í Rússlandi.