Andrew Breta­prins hefur verið sakaður um að hafa notað N-orðið árið 2012 í sam­skiptum við að­stoðar­mann David Ca­meron, þá­verandi for­sætis­ráð­herra Bret­lands. Greint er frá á vef Guar­dian.

Fregnirnar eru ekki til bóta fyrir prinsinn sem undan­farna daga og vikur hefur legið undir smá­sjá er­lendra fjöl­miðla fyrir sam­band sitt við milljóna­mæringinn Jef­frey Ep­stein. Prinsinn var á dögunum í við­tali við BBC um tengslin og hafa margir lýst því sem stór­slysi.

Fyrr­verandi að­stoðar­maður Ca­meron, Rohan Silva, segir prinsinn hafa sagt orðið í sam­ræðum við sig í Bucking­ham höll árið 2012. Silva segist hafa spurt Andrew að því hvort hann teldi að við­eig­andi stofnun ríkis­valdsins gæti staðið sig betur í við­skipta­málum.

Hafi prinsinn þá svarað honum: „Tja, þú af­sakar orð­bragðið en það er [N-orðið] í viðar­haugnum,“ (e. „Well, if you’ll pardon the expression, that really is the [N-word] in the woodpi­le.“)

Haft er eftir tals­mönnum bresku konungs­fjöl­skyldunnar að þessari sögu sé al­gjör­lega hafnað, Andrew hafi aldrei notað slíkt orð­bragð. Silva segist hafa séð eftir því allar götur síðan að hafa ekkert sagt við prinsinn við til­efnið. Silva er ættaður frá Sri-Lanka.

Hann segir þetta raunar hafa verið í annað sinn sem prinsinn hafi haft eftir ó­þægi­leg orð á fundi með honum. Hann hafi á öðrum fundi sagt honum að hann kæmist ekkert ef hann héldi á­fram að „leika hvíta manninn.“

„Ég í ein­lægni vissi ekki hvað hann meinti og sam­ræðurnar héldu á­fram. En orða­til­tækið festist í minninu þar sem ég hafði aldrei heyrt þetta áður. Svo ég gúgglaði þetta og komst að því að þetta hefði verið sagt á ný­lendu­tímanum og þýðir að einungis hvítu fólki sé treystandi fyrir því að fara eftir reglum en ekki fólki dekkra á hörund.“