Sara Dögg Svanhildardóttir, oddviti Viðreisnar í Garðabæ, segir mikla óvissu um hvar fjörutíu börn í Barnaskóla Hjallastefnunnar muni sækja skóla í haust.

„Skólahúsnæðið á Vífilsstöðum er sprungið og hefur Barnaskólinn óskað eftir að fá að koma fyrir færanlegu húsnæði á lóðinni. Þessu hefur Garðabær ekki svarað og því er hægt að tryggja skólavist barna á miðstigi. Í stað þess að afgreiða málið er því vísað á milli nefnda,“ segir Sara.

„Hér er sveitarfélagið að missa forystu sína í stuðningi við sjálfstætt starfandi skóla, sem er ekki lengur sambærilegt við rekstrarumhverfi nágrannasveitarfélaganna,,“ segir Sara enn fremur og bendir á að staðan sé betri í nágrannasveitarfélögum.

„Garðabær er að taka stór skref afturábak, á sama tíma og Hafnarfjörður og Reykjavík taka stór skref í þágu foreldra og valfrelsis,“ segir Sara